Kjötbollur með mozzarella og ofnbökuðum tómötum

Þessar urðu til hérna í gær. Afgangurinn var svo í kvöld í dálítið öðrum búning.

Ég var með kíló af hakki – restin var ekki nákvæmlega mæld en svona sirka…

Ég var reyndar búin að henda þessum marglitu tómötum inn í ofninn með smávegis af balsamediki, ólívuolíu, salti og svörtum pipar. Þar voru þeir búnir að vera í svona 2 tíma þegar ég ákvað að fleygja þeim bara í kjötbollurnar…Upphaflega planið var að hafa þá með – eða ég held það allavega. Var svo sem ekki með neitt mikið plan!

Útí hakkið hafði ég þá þegar sett tvö egg, hveiti, ljósa brauðmylsnu, sjávarsalt, hvítan pipar, svartan pipar, sætt paprikuduft og fullt af steinselju.

Tómatarnir lentu því í þessu partíi…

Ég átti dálítið af Mozzarella í ísskápnum, þannig að ég ákvað að setja smábita inn í hverja kjötbollu.
Smá handavinna en alveg þess virði;) Setti þær svo inn í ísskáp í svona 20-30 mínútur til að leyfa þeim að stífna aðeins.

Svo steikti ég þær bara í ólívuolíu og smjöri…

Ég reyni að nota sem minnst af hveiti og brauðmylsnu þegar ég að gera kjötbollur.
Bara nóg þannig að þær haldist saman. Ég held að ég hafi notað svona 70-90 grömm af hvoru um sig.
Tómatarnir voru náttúrulega safaríkir, þannig að ef þeir eru ekki – þá notið jafnvel minna.

Þegar ég var búin að steikja þær, setti ég þær í fat og inn í ofn í smástund.

Í ofninum voru líka þessar nípur sem ég setti inn áður en allt þetta kjötbollustand hófst.
Skar þær bara í strimla, velti úr smávegis af ólívuolíu, balsamediki, sjávarsalti og svörtum pipar og inn í ofn. Svona…180 gráður…í alveg heillangan tíma….

Svo virðist “græntómatchutneyið” (sem ég var búin að lofa að setja inn uppskrift af og fer alveg að gera…) vera endalust einhvern veginn. Er oft að grípa það og hafa sem meðlæti með hinu og þessu. Verður bara betra eftir því sem það fær að sitja lengur í ísskápnum. Er samt farin að sjá í botninn á krukkunni…

Þetta var dálítið magn….held að það hafi komið 24-25 kjötbollur út úr þessu!
Meira að segja ennþá afgangur…spurning um að hafa “þriðja í kjötbollum” á morgun? Úff….veit ekki hvort ég meika það… Í kvöld skellti ég hins vegar bara rófum í pott og sauð þær. Skar lauk í fínar sneiðar, setti á pönnu með smávegis af ólívuolíu og smjöri. Leyfði honum að krauma á meðan rófurnar suðu og ég hitaði bollurnar í ofninum. Þá sletti ég smá balsamediki á hann og rjóma,sjávarsalti og svörtum pipar. Einfaldasta og besta lauksósa í heimi finnst mér…Náðist ekki á mynd í þetta sinn en er örugglega einhvers staðar hér á síðunni ef að er gáð.

Verði ykkur að góðu:)

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s