Svona byrjaði þetta….alls konar grænmeti í pott…
Smávegis af ólívuolíu…þannig að það þekji botninn á pottinum, en bara þunnt lag samt….
2 laukar
1 kúrbítur
2 rauðar paprikur
1 gul paprika
1 appelsínugul paprika
2 stórir stilkar af sellerí
400 gr gulrætur
Sveppir…svona…300 grömm
1 stór rauður chillipipar
1 hvítlaukur – heill (tók hann í sundur og grófsaxaði…)
8-10 stórir plómutómatar
1 dós svartar baunir
1 búnt dill
1 búnt flöt steinselja
Þurrkað oregano – 2-3 matskeiðar eða svo…sullaði bara helling útí…
Þurrkað timían – 1-2 matskeiðar eða svo…
Sjávarsalt
Hvítur pipar
Svartur pipar
Cayenne pipar – svona 1 tsk
Sæt paprika – svona 1 msk
Setti allt grænmetið nema hvítlauk og tómata í pott ásamt örlítilli ólívuolíu og smá sjávarsalti.
Þetta mallaði svo í rólegheitum á lágum hita. Svona…20 mínútur. Þar til grænmetið er orðið lint, en samt ekki of lint…
Síðan fór hvítlaukurinn útí. Notaði heilan – grófsaxaði hann bara.
Síðan fóru tómatar og kryddjurtir útí ásamt kryddunum.
Leyfði þessu að malla smá og skellti síðan baununum útí…
Síðan raðaði ég þessu í fat…grænmetið, lasagnablöð, meira grænmeti, lasagnablöð, enn meira grænmeti…hafði alltaf frekar þunnt lag af grænmeti (svo þetta næði nú nokkrum hæðum!) og svo sósan…hafði hana bara einfalda…
1 dós sýrður rjómi
1 lítil dós kotasæla
100 ml rjómi
Sjávarsalt
Hvítur pipar
Svartur pipar
Þunnt lag yfir allt…
Ost yfir og smá cayenne pipar…
Inn í ofn…svona 180 gráður…þar til osturinn fer að búbbla og lasagnað kallar “Ég er tilbúið!!!”
Þetta er einmitt í ofninum núna og ég er ekki í vafa um að þetta verður gott…
Bíð bara eftir að það kalli á mig og fæ mér gott kaffi á meðan…
Grænmetislasagna er alltaf gott finnst mér – allavega það sem ég geri sjálf.
Það eru þó nokkrar uppskriftir hérna á síðunni og ég held að engin þeirra sé eins.
Enda er þetta réttur sem byggist náttúrulega fyrst og fremst á því hvaða grænmeti er í skápnum það og það skiptið og hvernig það passar saman. Þetta finnst mér góð samsetning, en svo er líka hægt að gera gott lasagna úr rótargrænmeti. Bara um að gera að láta ímyndunaraflið og innihald ísskápsins ráða för.
Verði ykkur að góðu:)