…réðst inn í Rómarborg…rændi og ruplaði…rófum og rauðbeðum…já..og smá rauðlauk og rósmarín líka og einhverju fleira held ég. Hann hefði örugglega rænt þessu salati ef hann hefði náð í það…
Þetta byrjaði allt á því að ég sá að ég átti eitthvað af rófum og rauðbeðum í ísskápnum, smá rósmarín, grænkál og eitthvað fleira.
Skar rauðrófur og rófur í bita, stakk rósmaríngreinum með, sletti smá jómfrúarolíu og balsamediki yfir og inn í ofn…smá sjávarsalt líka…
Henti þessu inn í ofn – svona 160-170 gráður – þar dólaði þetta sér í rólegheitum meðan ég hélt áfram að vinna.
Svona 2 tímum síðar tók ég þetta út og þá var þetta orðið svona…
Ég var þá búin að rífa vænt búnt af grænkáli niður – tók stilkinn af og henti, skar grænkálið sjálft í fínar ræmur.
Setti í skál með jómfrúarolíu, sítrónusafa og sjávarsalti…nuddaði það og nuddaði þar til ég fann að það var orðið alveg slakt…Þá tók ég 2 græn epli, skrældi og kjarnhreinsaði og reif svo á mandólínu útí grænkálið.
Stakk þessu inn í ísskáp og hélt áfram að vinna…
Næst var komið að dressingunni sem batt þetta svo allt saman.
Skar einn mjög smáan rauðlauk (vigtaði hann – hann var 50 grömm..) í bita og setti í dótið sem fylgir með töfrasprotanum (hvað heitir það? get ekki kallað þetta skál…en þið sjáið það á myndinni!)…kreisti hálfa sítrónu útí, kreisti smá hunang útí, smá sjávarsalt og svo eitthvað af sinnepsdufti.Svona 1/2 – 1 tsk. Svo náði ég í jómfrúarolíuna…setti smá útí…kom þá auga á fennelfræin sem voru afgangs í gær og þau hreint út sagt öskruðu á mig “Gerðu það. Megum við vera með?”…þannig að ég gaf undan og skellti slatta af þeim útí líka. Maukaði þetta vel og hellti meiri jómfrúarolíu saman við í mjórri bunu…þar til ég var orðin sátt…og vá hvað ég var sátt…
Sem sé…
Rauðlaukur – 50 grömm
Hunang – 1 væn matskeið
Sinnepsduft – svona 2/3 tsk – notaði gult Colman´s
Safi úr 1/2 sítrónu
Fennelfræ – svona 1 tsk (ristuð á undan…gerði það í gær…)
Sjávarsalt – pínkupons…
Jómfrúarolía – eins og þarf
Grænkálið, rófurnar, rauðrófurnar…rósmarínið…fennelið…laukurinn…eplin…
Þetta var allt eins og vel æfð sinfónía þegar þetta kom saman. Vá bara…
Stuna…..
Verði ykkur að góðu:)!!!
Rófu-og rauðrófusalat með einstakri sósu…
LikeLike
Algjörlega;) Sem er sko alveg örugglega líka góð með fleiri réttum. Ætla að sannprófa það á næstunni!
LikeLike