Nautakjöt í tómat-soja-engifer sósu “að hætti hússins”

Ég var með stórt nauta-innralæri í fyrradag.
Rétturinn hér að ofan varð svo til hérna í hádeginu í dag.

Það var afskaplega fátt til í ísskápnum annað en kjöt og gulrætur.
Stundum er það samt bara alveg nóg.

Það ætti að vera uppskrift af roastbeef hér á síðunni. Allavega ein ef ekki tvær.
Mér finnst mjög þægilegt að henda svona stykki inn í ofn og það er ekki verra að hafa það í stærra lagi og eiga þannig afgang í 1-2 daga;)

Í þetta sinn kryddaði ég það bara með sjávarsalti, hvítum pipar, svörtum pipar og sinnepsdufti.
Lét það svo hvíla á frekar einföldu “beði” sem samanstóð af rósmarín, gulrótum og hvítlauk.
Hefði haft lauk með og sellerí ef það hefði verið til, en svo sem ekkert nauðsynlegt.

Það var það mikið bragð eftir á pönnunni þegar ég hafði steikt kjötið, að sveppirnir sem ég steikti eftir að kjötið var komið inn í ofn drukku bragðið vel í sig. Ef ég hefði hins vegar ætlað að gera meiri sósu, hefði verið gott að hafa lauk og sellerí líka í fatinu til að fá sem mest bragð af soðinu sem kom af kjötinu.

Steikti þetta á báðum hliðum til að loka því og setti síðan inn í ofn við 150-160 gráður í rúman klukktíma.Kannski klukkutíma og korter. Ég bara man það ekki…
Ég er svo heppin að svona kjötstykki kalla bara á mig þegar þau eru tilbúin.
Þá heyrist hátt og snjallt öskur úr ofninum hjá mér…”Ég er tilbúið – taktu mig út!”…..

Það er líka hálfgert svindl finnst mér að ætla að setja “nákvæma tímasetningu” á kjöt.
Ég hef heldur aldrei nennt að standa í því að vesenast með kjöthitamæla.
Til hvers líka að stinga í kjötið og láta safann renna úr því? Í alvöru..
Ok…en hvernig á þá að sjá hvort kjötið sé tilbúið?

Einfalt – þið komið bara við það og finnið það.
Hér eru einfaldar leiðbeiningar ef þið viljið. Fann þetta á netinu og ákvað að spara mér það að útskýra þetta í öreindir!

En allavega. Að réttinum hérna fremst í póstinum.

Það var enn eftir töluverður afgangur af kjötinu.
Í gær gerði ég steikarsamlokur. Það eru þónokkrar uppskriftir af svoleiðis hérna á síðunni líka.

Skar kjötið í þunnar sneiðar.
Sullaði helling af tamari sojasósu yfir það, reif fullt engifer yfir á fínu rifjárni, skar einn rauðan chillipipar smátt og henti útí. Örlítið af svörtum pipar síðan var til smá sletta að sesamolíu….

Skar gulræturnar í strimla, setti á pönnu með smá vatni og sauð þær þannig á meðan ég sauð núðlurnar í öðrum potti.

Þegar gulræturnar voru næstum því fullsoðnar (sem sé soðnar en ekki mauksoðnar…), tók ég kjötið og vökvann (sojasósuna og það allt…) og bætti á pönnuna.
Fannst eitthvað vanta og mundi þá eftir hálfri flösku af passata tómatsósu sem var inni í ísskáp og fór útí réttinn líka.

Blandaði þessu öllu saman við núðlurnar og hádegismaturinn var tilbúinn.

Sem sé:

Nautakjöt – 5-600 gr
gulrætur – 5-6 stórar

tamari sojasósa – 150-200 ml eða svo
ferskur engifer – stór “þumlungur”
rauður chilli – 1 stk
passata tómatsósa – 1/2 flaska
smávegis af sesamolíu – 4 msk
svartur pipar

Listinn er ekki langur, en þetta kom virkilega vel út saman.
Setti inn hér að ofan svona “sirka” það sem fór í þetta….

Verði ykkur að góðu:)

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s