Ég hef haft frekar lítinn tíma til að setja inn uppskriftir hér uppá síðkastið.
Það hefur samt eitt og annað orðið til hérna í eldhúsinu sem ég hlakka til að deila með ykkur þegar tími vinnst til! Líklega ekki fyrr en eftir jólin samt.
Þessar verða samt að fá að komast hér að. Þær voru algjörlega dásamlegar.
Sá þessar litríku gulrætur á ferð minni í Frú Laugu um daginn og varð mjög spennt.
Í gær enduðu þær svo í fati með hvítlauk, rauðum chillipipar, ólívuolíu, sjávarsalti og örlitlu vatni.
Skar þær í tvennt langsum og henti þeim í eldfast mót.
Afhýddi heilan hvílauk og fleygði í fatið til þeirra.
Skar einn stóran, rauðan chillipipar smátt og skellti honum í partíið.
Sullaði ólívuolíu yfir og stráði svo sjávarsalti yfir allt. Og svo smáslettu af vatni….
Inn í ofn – svona…180-190 gráður…man ekki hversu lengi.
Leit til þeirra við og við og leyfði þeim að taka sinn tíma bara.
Dásamlegar…
Þegar vatnið hefur gufað upp og þær svona hálfpartinn soðið í því, þá byrja þær að brúnast aðeins í olíunni. Olían situr svo eftir og tekur í sig bragðið af hvítlauknum og chillipiparnum.
Algjört sælgæti.
Varð bara að deila þessu með ykkur!!
Verði ykkur að góðu:)