Döðlubrauðið sem hvarf….

DSC_0045

Ég get svo svarið það, að þetta brauð var heilt þegar ég skrapp út…

Henti í það fyrr í dag, tók það úr ofninum og fór svo aðeins út.

Uppskriftin er einföld og varð bara til einhvern veginn.
Fann döðlur í ísskápnum, langaði að baka eitthvað….já…það var svona upphafið.

Svona “brauð” eru það einfaldasta í heimi og það er frekar fljótlegt að henda þeim í form.
Yfirleitt mæli ég ekkert sérstaklega í þau, en gerði það þó í þetta sinn.

Hesilhneturnar og kakónibburnar duttu ofaní rétt áður en þetta fór í formið og má eflaust sleppa.
Eða setja meiri kakónibbur…Ég var bara að reyna að losna við poka sem var hérna í skápnum með nokkrum nibbum sem ég nennti ekki að láta þvælast lengur fyrir mér.

Döðlurnar voru mjúkar, en ef þið eruð bara með harðar döðlur þá er einfaldast að láta þær liggja í smástund í örlitlu vatni. Eða jafnvel appelsínusafa. Það er mjög gott líka.

100 gr hveiti
50 gr möndlumjöl
50 gr hrásykur
1 tsk lyftiduft
1 tsk matarsódi
1 1/2 – 2 tsk kardimommur
1 1/1 – 2 tsk engifer

200 gr döðlur
180 gr sýrður rjómi ( 1 dós )
2 egg
4-5 msk jómfrúarolía

50 gr hesilhnetur
10 gr kakónibbur

Þurrefnin saman.

Döðlurnar og sýrði rjóminn maukað saman ( best að nota töfrasprota bara )
og síðan er eggjum og olíu bætt þar saman við.

Öllu blandað saman.

Hesilhnetum og kakónibbum bætt útí deigið ef vill.

Inn í ofn…svona…170 gráður…þar til brauðið er tilbúið.

Verði ykkur að góðu:)

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s