Frábærlega fljótlegt (og gott) rækjupasta

DSC_0053

Þessi fljótlegi og góði pastaréttur varð til hérna í vikunni.

Það tekur nokkurn veginn jafn langan tíma og það tekur að sjóða pasta að gera þennan rétt.

1 rauðlaukur
1 græn paprika
1 rauður chillipipar
3-4 hvítlauksrif
Sletta af hvítvíni ( má sleppa )
600 gr rækjur
20-25 plómutómatar
Handfylli af flatri steinselju
1-2 msk þurrkað oregano
Jómfrúarolía
Svartur pipar
Hvítur pipar
Sjávarsalt

Ég mældi svo sem ekkert sérstaklega í réttinn.
Held alvega örugglega að þetta hafi verið svona 600 grömm af risarækjum.
Ég kaupi helst alltaf ósoðnar – það er fátt verra en seigar, ofeldaðar rækjur.
Fyrir utan það, að þær gefa réttinum mun meira bragð ef þær eru settar útí ósoðnar.

Skar lauk og papriku í sneiðar. Setti laukinn fyrst á pönnuna með smávegis af jómfrúarolíu og paprikan fylgdi skömmu síðar. Næst fór smátt saxaður hvítlaukurinn og smátt saxaður chillipiparinn.
Sletta af hvítvíni….kannski svona 50 ml….

Næst skar ég tómatana smátt og bætti á pönnuna ásamt kryddunum og smátt saxaðri steinseljunni.

Leyfði þessu að malla saman í 3-4 mínútur.

Útí þetta fóru svo rækjunar. Þegar þær væru orðnar bleikar og fínar, var pastað akkúrat tilbúið og rétturinn klár á borðið.

Svo má að sjálfsögðu líka nota humar í þennan rétt eða hörpuskel.
Eða bara hvaða góða skelfisk sem er.

Gæti ekki verið einfaldara eða betra.

Verði ykkur að góðu:)

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s