Skreppitúr til Mexíkó í snjókomu

DSC_0054

Það þarf svo sem ekkert að vera snjór úti þegar hent er í svona, en það er ekki verra…

1 kg nautahakk
2 meðalstórir laukar
1 stór græn paprika
1 stór grænn chillipipar
3-4 hvítlauksrif
1 dós hakkaðir tómatar
500 ml vatn

Kryddað að smekk…Mældi ekkert sérstaklega það sem ég setti af kryddum, en það var um það bil þetta magn. Enda eru krydd svo misbragðmikil, að það er langbest að prófa sig áfram með þau.
Setti þetta að sjálfsögðu ekki allt í einu – maður kryddar svona lagað bara smátt og smátt.

Oreganó 3-4 msk
Kúmin 1 msk
Hvítlauksduft 1 msk
Chillipipar 1 tsk
Paprikuduft 2-3 tsk
Sjávarsalt
Hvítur pipar
Svartur pipar

Laukur smátt skorinn og leyft að glærast aðeins í pottinum ásamt örlítilli olíu.
Næst hvítlaukurinn, síðan hakkið og eitthvað af kryddum. Strax á eftir má láta paprikuna og græna chillipiparinn detta í pottinn.
Síðan koma tómatar og vatn…og svo er þessu leyft að malla í svona klukkutíma.
Smakkað til og kryddað meira…hrært…kryddað…osfrv.
Passið bara að allur vökvi sé gufaður upp svo tacosið verði ekki lint;)

Svörtu baunirnar fara svo útí alveg síðast þannig að þær maukist ekki.
Það mega þess vegna vera 2 dósir – jafnvel 3. Mér finnst þær ótrúlega góðar allavega.
Átti bara eina dós, þannig að hún fékk að fara með.
Svo má vissulega líka sleppa þeim. Bara smekksatriði.

Salsað var frekar fjölbreytt að þessu sinni – en það má líka gera bara salsað í þessari færslu hér sem ég verð að mæla með….Svínaríinu það er að segja. Er að hugsa um að gera það aftur einhvern tímann fljótlega…nammm…

Í þetta sinn var það laukur, tómatar, gul paprika, appelsínugul paprika, hvítlaukur og steinselja.
sem lentu í skálinni, ásamt safa úr einu lime og örlitlu sjávarsalti.

Síðan er þetta bara að setja saman. Eða ekki. Það má líka vissulega bara setja hakkréttinn í potti á borðið, rifinn ost, salsa, sýrðan rjóma eða hvað sem vill í skálar og láta alla raða þessu saman sjálfa bara. En það er samt frekar gott að henda þessu svona inn í ofn og láta ostinn bráðna….

DSC_0046

Avókadóið var því miður ekki nógu þroskað til að fá að vera með. Annars hefði það kannski orðið að guacamole eða bara einfaldlega skorið í sneiðar og sett í skál með.

Verði ykkur að góðu:)

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s