“Dósa-krukku-poka-pakka-lasagna”

DSC_0079

Uh…nei…ekki svona tilbúið hrossakjöts/asna-lasagna sko….

Ákvað að þetta héti bara dósa-lasagna – eins sjarmerandi og það nú hljómar!

Kannski af því að það fór dós af þessu og krukka af hinu í þetta.

Það má “næstum því” kalla þetta grænmetislasagna.
Eina sem stendur í vegi fyrir því er pancettan sem datt útí pottinn.

Það sem fór í þetta var eftirfarandi:

1 stór laukur
150 gr pancetta/beikon
3 hvítlauksrif
300 gr spínat
1 grænn chilli
1 rauður chilli
1 rauð paprika

2 dósir tómatar
3-4 msk tómatpúrra

1 dós svartar baunir
1 dós pintóbaunir

oregano
hvítur pipar
svartur pipar

lasagnablöð

1 stór dós kotasæla
1 krukka fetaostur
1 dós sýrður rjómi
200 ml rjómi
oregano

Rifinn ostur – eins og hver vill bara….

Brytjaði laukinn smátt og setti í pott ásamt smátt skorinni pancettunni og nokkrum dropum af ólívuolíu. Þegar laukurinn hafði glærast aðeins, fór hvítlaukurinn og chillipiparinn (einn grænn og einn rauður) útí. Smátt saxað að sjálfsögðu.

Því næst var það spínatið og paprikan og síðan tómatarnir og tómatpúrran.
Að lokum kryddaði ég þetta aðeins og skellti baununum útí.

Raðaði þessu svo í fat til skiptis við lasagnablöð.

Hellti olíunni af kotasælunni og skolaði hann aðeins (fann ekki svona fetakubb í búðinni – finnst þeir eiginlega betri…). Setti hann í skál ásamt kotasælunni, sýrða rjómanum og rjómanum.
Blandaði vel saman og kryddaði með smávegis af oregano.

Þetta fór yfir herlegheitin í fatinu, stráði rifnum osti yfir allt og loks fór fatið inn í ofn.

Að lokum er hér mynd af góðum vini mínum sem mér varð hugsað til við lestur frétta um lasagna-hneykslið sem nú skekur heimsbyggðina. Ég ætla að vona að hann lendi aldrei í lasagna né neinum öðrum rétti. Bæði þykir mér of vænt um hann og eins er ég ekkert viss um að hann sé sérlega bragðgóður….

DSC_0135

En þetta lasagna var gott engu að síður. Þrátt fyrir frekar asnalegt nafn.

Verði ykkur að góðu:)

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s