Bíbí á baunabeði – túkall….

DSC_0046

Lagði baunirnar í bleyti hér fyrr í dag. Ekki þessar dæmigerðu saltkjötsbaunir og ekki langaði mig í saltkjöt. Ég veit – algjör svik við þennan blessaða sprengidag. Þetta voru svona 2-300 grömm af baunum sem fóru í bleyti. Þær voru grænar að lit og ítalskar – frá Sigillo í Úmbríuhéraði. “Lenticchie Della Marche Biologiche” stendur á pakkanum og fengust í Frú Laugu. En það má eflaust nota hvaða góðu grænu linsur sem er hugsa ég.

Mér fannst saltkjöt bara aldrei gott. Kannski hjálpaði ekki að amma varð alltaf svo lasin eftir sprengidag. Saltið fór ekki vel í hana, en henni fannst þetta gott þannig að…..
Hver veit – kannski skemmdi það saltkjötshugmyndina fyrir mér!

En allavega. Dæmigerður kjúlli í ofni. Kryddaður með hvítlaukdufti, sjávarsalti, hvítum pipar, paprikudufti og svörtum pipar. Sprautaði safanum úr hálfri sítrónu yfir hann áður en ég kryddaði hann, tróð svo sítrónunni….þið vitið hvert….og inn í ofn. Svona 180-190 gráður í einhvern klukkutíma held ég.

Baunirnar sauð ég bara með smávegis af kjúklingakrafti og vatni. Þær tóku svona 30-40 mínútur.

Laukur, gulrætur og sellerí pönnu með ólívuolíu og smá salti…

DSC_0029

Það fór einn frekar stór laukur, 4 stórar gulrætur og 2 stórir sellerístönglar undir hnífinn og á pönnuna. Þar mallaði þetta á mjög lágum straum í alveg 20-25 mínútur. Það má vel setja nokkra dropa af vatni útá pönnuna ef þið eruð hrædd um að þetta brenni. Það þarf svo sem ekki ef þetta er bara á nógu lágum straumi og hrært í við og við. Því næst fór spínatið útí (svona 200 grömm af því)…

DSC_0040

…ásamt timían og hvítlauk. Nokkrar greinar af timían og svona 2-3 hvítlaukrif…

Og áfram mallaði þetta þar til allt var orðið nokkuð mjúkt.
Þá fóru baunirnar útá pönnuna og smátt söxuð flöt steinselja. Svona handfylli. Held að ég sé með nokkuð meðalstórar hendur, þannig að þið finnið út úr því hvað þið notið mikið af henni.

Því næst flaug kjúklingurinn úr ofninum og hlaut ansi mjúka lendingu þarna á baunabeðinu.

Verði ykkur að góðu:)

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s