…en fiskurinn var algjörlega spriklandi…
Kannski ekki spriklandi, en allavega ferskur og góður.
Veit ekki hvort ég myndi í alvörunni nenna að hafa fisk spriklandi á disknum hjá mér.
Hljómar eins og alltof mikið vesen. Allavega!
Þessi dásamlegi réttur varð til hérna áðan.
Panzanella – eða bara gamalt brauð með gúrkum og tómötum ef þið viljið kalla hann það heldur.
Ekki ólíkt Dakos sem ég fær mér oft í Grikklandi. Það er reyndar til töluvert af brauðinu ennþá þannig að kannski verður það undirstaðan að einhverju hér á morgun. Jafnvel dakos í hádeginu.
Það er til feta í ísskápnum, þó svo ég beri hann ekki saman við alvöru grískan feta. Hann verður samt víst að duga í þetta sinn.
Undirstaðan er sem sé gamalt brauð….
Tómatar…
Gúrka…
(tók ekki mynd af henni)
Góð jómfrúarolía, hvítvínsedik, sjávarsalt, ferskur basil, hvítlaukur…
(tók ekki mynd af neinu af þessu þannig að þið verðið að nota ímyndunaraflið!)
Og hlutföllin – þau eru ekkert á hreinu heldur.
Brauðið fór inn í ofn þar til það varð orðið vel stökkt.
Tómatana fræhreinsaði ég og skar í bita, skrældi gúrkunu og skar í bita.
Saxaði 2 hvítlauksrif smátt (vildi hafa smávegis af hvítlauknum en alls ekki of mikið), tætti nokkur basil-lauf…
Síðan var þessu bara blandað í skál ásamt smá slettu af góðu hvítvínsediki og góðri jómfrúarolíu.
Nokkrar fylltar ólívur duttu þarna ofaná og líkaði félagsskapurinn vel.
Brauðið drakk svo í sig vökvann og náði að verða alveg mátulegt á meðan fiskurinn var steiktur.
Þetta var langa.
Hún baðaði sig hér í skál af hveiti sem kryddað hafði verið með…..
hvítlauksdufti
paprikudufti
sjávarsalti
hvítum pipar
og svörtum pipar
…og var svo steikt á pönnu með blöndu af ólívuolíu og smjöri..
Einfalt og gott.
Verði ykkur að góðu:)
One Comment Add yours