Brauðið var gamalt og hart….

DSC_0051

…en fiskurinn var algjörlega spriklandi…

Kannski ekki spriklandi, en allavega ferskur og góður.
Veit ekki hvort ég myndi í alvörunni nenna að hafa fisk spriklandi á disknum hjá mér.
Hljómar eins og alltof mikið vesen. Allavega!

Þessi dásamlegi réttur varð til hérna áðan.
Panzanella – eða bara gamalt brauð með gúrkum og tómötum ef þið viljið kalla hann það heldur.

Ekki ólíkt Dakos sem ég fær mér oft í Grikklandi. Það er reyndar til töluvert af brauðinu ennþá þannig að kannski verður það undirstaðan að einhverju hér á morgun. Jafnvel dakos í hádeginu.

Það er til feta í ísskápnum, þó svo ég beri hann ekki saman við alvöru grískan feta. Hann verður samt víst að duga í þetta sinn.

Undirstaðan er sem sé gamalt brauð….

DSC_0034

Tómatar…

DSC_0038

Gúrka…

(tók ekki mynd af henni)

Góð jómfrúarolía, hvítvínsedik, sjávarsalt, ferskur basil, hvítlaukur…

(tók ekki mynd af neinu af þessu þannig að þið verðið að nota ímyndunaraflið!)

Og hlutföllin – þau eru ekkert á hreinu heldur.

Brauðið fór inn í ofn þar til það varð orðið vel stökkt.
Tómatana fræhreinsaði ég og skar í bita, skrældi gúrkunu og skar í bita.
Saxaði 2 hvítlauksrif smátt (vildi hafa smávegis af hvítlauknum en alls ekki of mikið), tætti nokkur basil-lauf…

Síðan var þessu bara blandað í skál ásamt smá slettu af góðu hvítvínsediki og góðri jómfrúarolíu.

Nokkrar fylltar ólívur duttu þarna ofaná og líkaði félagsskapurinn vel.

Brauðið drakk svo í sig vökvann og náði að verða alveg mátulegt á meðan fiskurinn var steiktur.

Þetta var langa.

DSC_0043
Hún baðaði sig hér í skál af hveiti sem kryddað hafði verið með…..

hvítlauksdufti
paprikudufti
sjávarsalti
hvítum pipar
og svörtum pipar

…og var svo steikt á pönnu með blöndu af ólívuolíu og smjöri..

Einfalt og gott.

Verði ykkur að góðu:)

One Comment Add yours

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s