Kúrbítsbrauð með graskersfræjum

DSC_0057

Ég fékk alveg ótrúlega fallegan kúrbít í dag.
Kom við í verslun sem heitir Bændur í bænum og er staðsett í Nethyl.

Fann eitt og annað þar sem ég hlakka til að leika mér með næstu daga, en kúrbítsbrauð varð niðurstaðan í dag enda ekkert gaman að vera á ferli í svona kulda.

Þetta lenti í brauðinu:

160 gr hveiti
100 gr haframjöl
100 gr hrásykur
70 gr graskersfræ

1 tsk lyftiduft
1 tsk matarsódi
1 tsk kanill
1 tsk engifer
1 tsk kardimommur

3 egg
200 gr ab-mjólk
40 gr ólívuolía

300 gr kúrbítur (skrældi hann, en það er bara smekksatriði)

Reif kúrbítinn á mandolíni. Blandaði saman þurrefnunum og hellti svo ab-mjólkinni, ólívuolíunni og eggjum saman við. Fleygði kúrbítnum saman við og hrærði. Setti þetta í smurt form, stráði smávegis af hrásykri yfir og henti þessu inn í ofn.
Þar var það í tæpan klukkutíma við 180-190 gráður.

Verði ykkur að góðu:)

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s