Pasta með fennel, beikoni og basil

DSC_0064

Þetta byrjaði allt með einu fennel sem kom með mér heim í dag.
Reyndar komu tvö með mér, en bara annað fékk að vera með núna.

DSC_0042

Þetta er mynd af hinu fennelinu. Þessu sem lenti ekki á pönnunni.
Það er samt alveg eins og það sem fór á pönnuna, þannig að það er kannski aukatriði.
Það var reyndar enn fullkomnara. Svo fullkomið, að ég sá enga ástæðu til að henda ysta laginu eins og maður gerir oft, heldur leyfði því að vera með.

Steikti beikonið á pönnu með örlitlu smjöri.
Tók það af og setti þunnt skorinn fennelinn útá pönnuna.
Leyfði þessu að krauma við vægan hita í svona 10 mínútur.

DSC_0036

Þá hellti ég hvítvíninu á pönnuna og skrapaði eins mikið af beikon og fennelbragðinu og ég gat af botni pönnunnar. Þegar vínið var að mestu gufað upp, fór kjúklingakrafturinn útí og lárviðarlaufin.
Á þessum tímapunkti fór hvítlaukurinn útí – skorinn næfurþunnt í sneiðar.

Alltaf þegar ég sker hvítlauk svona þunnt, sé ég þessa senu í Goodfellas fyrir mér.
Segið svo að maður geti ekki lært eitt og annað af kvikmyndum!

Því næst muldi ég 2 frekar smá þurrkaða chillipipara yfir (segir maður chillipipara? Hljómar einkennilega, en þetta er allavega það sem ég gerði!)

DSC_0044

Ég stakk líka endanum af parmesan ostinum sem ég var búin að rífa niður, út í pönnuna.
Það er fín leið til að nota endann og fá enn meira bragð í rétti.

Bara muna að taka hann úr áður en maturinn er borinn fram! Frekar ógeðslegt að fá svoleiðis á diskinn hjá sér get ég ímyndað mér. Ég hef sem betur fer aldrei gleymt því, en maður veit aldrei hvað getur gerst.

Lokið á pönnuna og síðan mallaði þetta á vægum hita í svona 15-20 mínútur, eða þar til fennelinn var orðinn vel linur. Þá fór rjóminn á pönnuna og ég hækkaði undir. Smakkaði til með salti og pipar og leyfði sósunni að þykkjast aðeins. Það tók svona 5-10 mínútur.

DSC_0053

Þegar þarna var komið sögu, var spaghettí-ið soðið og ég slengdi því útí sósuna.
Reif því næst nokkur basilblöð og bætti í sósuna, muldi beikonið útí líka og kallaði “MATUR”!!!

Parmesan yfir allt og svartur pipar á meðan fólk týndist að borðinu.

Ef ég hefði átt hörpuskel, hefði hún líklega fengið að vera með.
Þá hefði ég steikt hana á pönnunni eftir að ég tók beikonið af og áður en fennelinn fór útí.
Bætt henni svo aftur útí um leið og basilblöðunum.
Geri það kannski seinna.

Það sem þarf er sem sé eftirfarandi:

1 fennel
2 msk smjör
100 gr beikon
100 ml hvítvín
2 lárviðarlauf
1-2 þurrkaður chillipipar
2-3 stór hvítlauksrif

3-400 ml kjúklingakraftur

100-150 ml rjómi

Sjávarsalt
Svartur pipar

Rifin basilblöð

Parmesan

Spaghetti

DSC_0057

Verði ykkur að góðu:)

One Comment Add yours

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s