Fennel, sítrónu og vatnakarsa risotto með túnfisksteik

DSC_0069

Þessi varð til hérna í gærkvöldi.

Túnfiskinn steikti ég vel heitri pönnu úr blöndu af ólívuolíu og smjöri.
Kryddaði hann með salti, hvítum pipar og paprikudufti.

Aðalatriðið er að hann sé algjörlega afþiðinn þegar hann er steiktur og að pannan sé vel heit til að
það náist góð skorpa.

Eins er gott að þerra hann vel áður en hann er kryddaður og steiktur.
Það sama gildir reyndar kjöt. Þerra það oftast aðeins með eldhúspappír áður en ég steiki það.

En að risottoinu….já…það var algjör snilld.

Átti ennþá til annan fennelinn sem ég kom með heim um daginn.
Hitt fór í þetta fennel, beikon og basil pasta sem var frekar gott líka.
Ég notaði reyndar bara hálfan fennel núna, þannig að það er enn til helmingur sem
verður notaður í eitthvað gott.

Það sem fór í ristottoið var eftirfarandi:

1/2 stór fennel
1/2 stór laukur
2 væn hvítlauksrif
100 ml hvítvín
börkur af 1 sítrónu
300 gr risottogrjón
700-900 ml kjúklingakraftur
sjávarsalt
svartur pipar
ólívuolía
50-60 gr nýrifinn parmesan
1 búnt vatnakarsi

Fennelin og laukurinn voru bæði í stærri kantinum.
Ég þurfti reyndar ekkert að taka utan af fennelinu, það var alveg skínandi hvítt og fallegt.

Fennel og laukur skorið fremur smátt og sett á pönnu ásamt ólívuolíu og sjávarsalti. Látið malla á mjög vægum hita í 10-15 mínútur, þar til hvort tveggja er orðið alveg lint. Passið vel að það taki engan lit. Þá er hvítlaukurinn saxaður smátt og honum bætt útí svona mínútu áður en kemur að grjónunum.

Loks er risottogrjónunum bætt saman við og örlítið meiri olíu ef þurfa þykir.
Grjónin drekka svo í sig vökvann aðeins áður en kemur að restinni.

Hvítvínið útí og því leyft að gufa aðeins upp. Næst kemur sítrónubörkurinn og loks fór kjúklingakrafturinn útí í rólegheitum.

Margir halda að það sé mikil kúnst að gera gott risotto en það er bara alls ekkert flókið. Og það þarf heldur ekkert að standa og hræra allan tímann. Bara passa vel uppá það og setja vökvann útí rólegheitum.
Bara ausu eða tvær af kjúklingakrafti í einu.

Risotto tekur sirka 20-25 mínútur að gera, fyrir utan tímann sem fennelinn og laukurinn tekur þarna í upphafi.

Kraftinn er best að hafa tilbúin og heitan í potti við hliðina á risottopottinum.
Ef það er ekki til heimalagður kraftur, þá er bara málið að setja 2 tenginga útí sirka líter af vatni og láta suðuna koma aðeins upp.

Þegar grjónin eru tilbúin (sem sé fullsoðin en með örlitlu biti), fer nýrifinn parmesan útí og vatnakarsinn og síðan er risottoið borið strax fram. Passið samt að “örlítið bit” sé ekki bara hörð hrísgrjón. Ég hef fengið ristotto með of miklu biti á veitingastöðum og það er ekki gott. Það á bara að vera “smá bit”.

Einfaldasta leiðin er bara hreint og beint að veiða upp eitt grjón og prófa.

Vatnakarsann klippti ég síðan bara niður með skærum og fleygði útí pottinn um leið og ég slökkti undir.
Ef þið finnið ekki vatnakarsa, þá væri tilvalið að nota ferskan basil í staðinn. Það var alveg barátta hjá mér hvort ég ætlaði að nota!

Tilbúið. Ferskt og gott.

Risottoið hefði vel getað verið bara eitt og sér, jafnvel sem góður forréttur.

Ekki það, túnfiskurinn var sko frekar góður líka.

Verði ykkur að góðu:)

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s