Tortilluskálar dagsins

540689_10151608896052718_595027128_n

Hef verið frekar “blogglöt” uppá síðkastið en hér kemur ein góð hugmynd:)

Það var eitt og annað til hérna í skápnum en samt ekkert….
Var með tvær kjúklingabringur sem ég ákvað að myndu duga einhvern veginn.

Var ekki í stuði fyrir neitt ákveðið, en suma hluti á ég alltaf til.
Tortillur eru eitt af því. Og baunir. Alls konar baunir.

Þannig varð það úr að tvær kjúklingabringur, baunir og ýmislegt fleira varð að mat sem hefði nægt fyrir 5-6 manns.

Tortillunum skellti ég í nokkrar sekúndur undir kalda kranann.
Renndi þeim svona einhvern veginn undir hann og taldi…1-2-3…!!

Sneri járn-möffinsforminu mínu á hvolf og formaði þær einhvern veginn á milli…
Verst að hafa ekki tekið mynd af því, en þið skiljið vonandi hvernig það fer fram. Setti þetta svo inn í heitan ofn í nokkrar mínútur eða þar til þær voru byrjaðar að taka lit og orðnar stökkar.

En þetta byrjaði allt á tveim kjúklingabringum eins og ég segi.
Og frekar litlum meira að segja.
Einar og sér hefðu þær ekki dugað í kvöldmat fyrir þrjá og nesti fyrir einn. Hvað þá meira.

Hér kemur svo uppskriftin:

2 kjúklingabringur

1 laukur
2 stórir stilkar sellerí
1 stór sæt kartafla

1 teningur kjúklingakraftur
vatn

1 stór dós tómatpúrra

oregano
sætt paprikuduft
hvítlauksduft
sjávarsalt
hvítur pipar
svartur pipar

safi úr 1 sítrónu
ólívuolía

1 dós chillibaunir
1 dós pintobaunir

Skar kjúklingabringurnar í smáa bita, bætti sítrónusafa, ólívuolíu og kryddum saman við. Leyfði þessu að marinerast meðan annað fór fram.

Laukinn og selleríið skar ég smátt og setti á pönnu ásamt smávegis af ólívuolíu og sjávarsalti. Skar síðan sætu kartöfluna í fremur litla bita og bætti á pönnuna. Leyfði þessu að linast aðeins á mjög lágum hita og án þess að taka lit. Það tekur alveg 10 mínútur eða meira.

Þá fóru kjúklingabringurnar útí og marineringin.
Hækkaði undir rétt meðan bringurnar voru að steikjast og lækkaði því næst undir pönnunni aftur.

Þá fór vatn á pönnuna-rétt nóg þannig að flyti yfir.
Einn teningur af kjúklingakrafti datt þarna ofaní.
Lokið fór á pönnuna og þessu leyfðu ég að malla þar til kartöflurnar eru linar. Tók lokið af við og við og leyfði loks vatninu að gufa að mestu upp.

Þá fór tómatpúrran útí og baunirnar.

Síðan var bara að raða þessu saman.

Átti eitthvað af salati sem fór þarna neðst í skálina.

Því næst fór kjúklinga/bauna-rétturinn ofaná.

Maukaði avókadó og setti ofaná það.

Og smávegis af feta osti sem var að þvælast eitthvað fyrir mér.

Átti svo smávegis af salsa sem ég gerði hérna í fyrradag sem lenti þarna ofaná öllu saman.

Algjör snilld. Og nægur afgangur fyrir allavega þrjá í viðbót!

Verði ykkur að góðu!!:)

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s