Makkarónur!!!

Hér koma nokkrar makkarónumyndir sem ég er búin að taka….og baka….uppá síðkastið.

Margir hafa pantað þær fyrir fermingarveislur og svo eru nokkur ansi spennandi brúðkaup framundan.
Svo er alltaf vinsælt að gefa þær í gjafir í fallegum kössum;)

Það er dálítil kúnst að baka makkarónur.
Rigning, loftþrýstingur og ýmislegt veðurtengt skiptir máli.
Það þarf að vera rólegur og í góðu skapi líka. Og hafa tíma í baksturinn.
Makkarónur eru ekkert sem maður hendir bara í.

IMG_0062

Þessar eru með hvítu súkkulaði og appelsínum.
Ég hafði botninn ljósari en toppinn og mér finnst þær fara einstaklega vel með sólskini.

Það er hins vegar fátt meira gefandi (finnst mér allavega!) en að taka bakka af fullkomnum makkarónum úr ofninum og fylla þær svo með einhverri gómsætri fyllingu.

IMG_0177

….Sölt karamella…

Fyllingarnar geri ég allar sjálf og nota til þess eitt og annað gott sem mér dettur í hug. Ég nota heldur aldrei form eða mót til að baka þær í. Það er bara vesen. Eins og allt, er það spurning um æfingu og áhuga sem skiptir máli í makkarónubakstrinum.

IMG_0173

Þessar kalla ég kermit. Þær eru með dökku súkkulaði og piparmyntu:)

Stundum geri ég pastellitar makkarónur…

DSC_0022

Og stundum vil ég hafa þær æpandi litríkar…

DSC_0103

Það skiptir miklu máli hvernig makkarónur eru geymdar.
Það má aldrei geyma þær á borðinu nema rétt á meðan er verið að bera þær fram og bjóða upp á þær.
Þær verða bara harðar og vondar og ef þær eru geymdar utan kælis í einhvern tíma.
Þær þurfa að vera í kæli eða frysti.
Þær geymast þó nokkra daga í kæli og lengur í frysti.

IMG_0088

Þær eru frábærar á veisluborðið, en eru ekki síður fallegar til gjafa..

IMG_0094

Stærðin skiptir máli;)
Ég vil hafa þær frekar stórar. Ekki lítil sýnishorn sem týnast á borðinu.
Þær mega samt heldur ekki vera of stórar. Þær þurfa að vera akkúrat passlega stórar.

IMG_0092

Og fyllingin. Hún er mikið atriði.
Þær þurfa að vera rétt fylltar. Mega ekki vera eins og litlir hamborgarar á borðinu!
Fyllingin má sjást, en ekki þannig að hún virðist ætla að leka út úr þeim.
Það er bara ljótt og ekki gott.

IMG_0077

Svo er tilvalið að eiga nokkrar í frystinum og eiga með kaffinu.
Ein, tvær og góður kaffibolli er algjörlega málið:)

DSC_0038

Hafið samband við mig ef ykkur langar í alvöru makkarónur!!
sigurveig@matarkistan.is

Verði ykkur að góðu:)

Advertisements