Makkarónur!!!

Hér koma nokkrar makkarónumyndir sem ég er búin að taka….og baka….uppá síðkastið.

Margir hafa pantað þær fyrir fermingarveislur og svo eru nokkur ansi spennandi brúðkaup framundan.
Svo er alltaf vinsælt að gefa þær í gjafir í fallegum kössum;)

Það er dálítil kúnst að baka makkarónur.
Rigning, loftþrýstingur og ýmislegt veðurtengt skiptir máli.
Það þarf að vera rólegur og í góðu skapi líka. Og hafa tíma í baksturinn.
Makkarónur eru ekkert sem maður hendir bara í.

IMG_0062

Þessar eru með hvítu súkkulaði og appelsínum.
Ég hafði botninn ljósari en toppinn og mér finnst þær fara einstaklega vel með sólskini.

Það er hins vegar fátt meira gefandi (finnst mér allavega!) en að taka bakka af fullkomnum makkarónum úr ofninum og fylla þær svo með einhverri gómsætri fyllingu.

IMG_0177

….Sölt karamella…

Fyllingarnar geri ég allar sjálf og nota til þess eitt og annað gott sem mér dettur í hug. Ég nota heldur aldrei form eða mót til að baka þær í. Það er bara vesen. Eins og allt, er það spurning um æfingu og áhuga sem skiptir máli í makkarónubakstrinum.

IMG_0173

Þessar kalla ég kermit. Þær eru með dökku súkkulaði og piparmyntu:)

Stundum geri ég pastellitar makkarónur…

DSC_0022

Og stundum vil ég hafa þær æpandi litríkar…

DSC_0103

Það skiptir miklu máli hvernig makkarónur eru geymdar.
Það má aldrei geyma þær á borðinu nema rétt á meðan er verið að bera þær fram og bjóða upp á þær.
Þær verða bara harðar og vondar og ef þær eru geymdar utan kælis í einhvern tíma.
Þær þurfa að vera í kæli eða frysti.
Þær geymast þó nokkra daga í kæli og lengur í frysti.

IMG_0088

Þær eru frábærar á veisluborðið, en eru ekki síður fallegar til gjafa..

IMG_0094

Stærðin skiptir máli;)
Ég vil hafa þær frekar stórar. Ekki lítil sýnishorn sem týnast á borðinu.
Þær mega samt heldur ekki vera of stórar. Þær þurfa að vera akkúrat passlega stórar.

IMG_0092

Og fyllingin. Hún er mikið atriði.
Þær þurfa að vera rétt fylltar. Mega ekki vera eins og litlir hamborgarar á borðinu!
Fyllingin má sjást, en ekki þannig að hún virðist ætla að leka út úr þeim.
Það er bara ljótt og ekki gott.

IMG_0077

Svo er tilvalið að eiga nokkrar í frystinum og eiga með kaffinu.
Ein, tvær og góður kaffibolli er algjörlega málið:)

DSC_0038

Hafið samband við mig ef ykkur langar í alvöru makkarónur!!
sigurveig@matarkistan.is

Verði ykkur að góðu:)

17 Comments Add yours

 1. Orri Ólafur Magnússon says:

  Sæl Sigurveig,
  líst einstaklega vel á makkarónurnar með karamellufyllingunni – hvað getur maður nálgast þetta nammi-namm ?
  Með kveðju
  Orri Ólafur Magnusson
  orriolafur01@simnet.is

  Like

  1. Sigurveig says:

   Takk fyrir það:)

   Þú getur sent mér póst á sigurveig@matarkistan.is

   Þær eru frekar viðkvæmar greyin, þannig að ég hef ekki verið að fara með þær víða.
   Einhverja kassa hef ég farið með í Frú Laugu og stungið þar í frystinn.
   Síðan er hægt að næla sér í eina og eina með kaffinu á Kaffifélaginu á Skólavörðustíg.
   Svo er einfalt að panta bara hjá mér og ég kem þeim til þín. Misjafnt hvað ég á til, en alltaf eitthvað gott. Og síðan er ég með alls kyns fallega kassa. Tilvalið að fara með kassa af makkarónum í matarboð í staðinn fyrir blóm eða vínflösku.

   Ef svo vantar í meira magni er ágætt að panta með dálitlum fyrirvara. Segi nú ekki ef það er von á rigningu og lægð.

   Bestu kveðjur,Sigurveig.

   Like

 2. Soffía says:

  Rosalega er þær fallegar hjá þér! Veit líka af eigin raun að bragðið er himneskt! Þú gefur Ladurée ekkert eftir!

  Like

  1. Sigurveig says:

   Takk fyrir það kærlega:)
   Nei…þessar eru betri held ég bara ef eitthvað er…haha…

   Fullkomnunaráráttan fær sko algjörlega að njóta sín í makkarónubakstrinum hjá mér.
   Er orðinn algjör makkarónunörd….sem er kannski frekar takmarkað áhugamál en skemmtilegt.

   Á orðið ansi margar myndir af makkarónum úr borðum fínna sérverslanna erlendis sem eru oft það ljótar að ég myndi ekki gefa hundinum mínum þær….ef ég ætti hund.

   Like

 3. Ingunn Anna Ingólfsdóttir says:

  Nammi! Þær eru ótrúlega glæsilegar og girnilegar.

  Like

  1. Sigurveig says:

   Takk fyrir það kærlega:)

   Like

 4. Margrét Þ. Johnson says:

  Alveg ótrúlega fallegar og girnilegar !!!

  Like

  1. Sigurveig says:

   Takk fyrir það kærlega:)

   Like

 5. Anna says:

  sæl Sigurveig,
  þetta er fallegt og ég get staðfest, bragðgott! En hvernig er það, þola þær einhvern flutning? Ég er að hugsa um fermingarveislu sem ég ætla að halda í Flatey í sumar – það er 5 tíma ferðalag frá frysti í frysti …

  Like

  1. Sigurveig says:

   Þær eiga alveg að þola það:) Ef það er mjög heitt, er spurning um einhvers konar kælingu. Jafnvel að setja þær í frauðkassa-það gæti einangrað þær ágætlega. Annars ættu þær að vera í góðu lagi í skottinu-bara passa að það skíni ekki á þær sól og setja þær svo beint í kæli þegar þú kemur á staðinn.

   Like

 6. Anna says:

  ok, ljómandi – verð í bandi þegar nær dregur!

  Like

  1. Sigurveig says:

   Gerðu það:) Ágætt að hafa góðan fyrirvara. Fer eitthvað í frí, en verð þá búin að baka í frystinn. Getur sent mér póst á sigurveig@matarkistan.is þegar nær dregur.

   Like

 7. sif says:

  hvað er verðið hjá þér á makkarónunum?

  Like

 8. Líney says:

  Sæl.
  Langar til þess að forvitnast um verð á makkarónunum hjá þér. Er að spá fyrir fermingarveislu? Hvað má geyma makkarónurnar lengi í frysti?
  Kv. Líney

  Like

  1. Sigurveig says:

   Sæl:)
   Var bara að sjá þetta!
   Þær eru á 300 kr stykkið og 250 kr fyrir 100 stk eða fleiri. Þær geymast vel í frysti – alveg 2-3 mánuði.
   Og eins í kæli – geymast marga daga í kæli.
   Bestu kveðjur,Sigurveig.

   Like

 9. Einarína says:

  Fá tilboð í makkarónur 100 stk blandað, fyrir fermingar veislu sem verður haldin 24 maí hvítasunnu.

  Like

  1. Sigurveig says:

   Sæl:)
   Var að koma hingað inn í fyrsta sinn í langan tíma.
   Endilega sendu mer póst á sigurveig@matarkistan.is
   Bestu kveðjur,Sigurveig.

   Like

Leave a Reply to Líney Cancel reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s