Þetta var ótrúlega klístrað-alveg eins og það á að vera;)
Fyrst þurrkryddaði ég rifin. Ég var með tæp 2 kíló af rifjum.
Ég mældi svo sem ekkert “nákvæmlega”, en hlutföllin voru um það bil svona.
Trúið mér, þið munið þurfa svona mikið af kryddi..
1 msk szechuan pipar
1 msk fennel
1 msk hvítur pipar
1 msk gul sinnepsfræ
….Þetta hér að ofan voru sem sé heil krydd sem lentu síðan í mortelinu hjá mér.
Malaði þau og setti svo saman við…
2 msk púðursykur
2 msk maldonsalt
1 msk hvítlauksduft
Ég setti álpappír á ofnskúffu og raðaði svo rifjunum þar á.
Kryddaði vel báðum megin.
Hafði þau fyrst á hvolfi (sem sé beinahliðina upp) og sneri þeim svo við eftir um það bil 40 mínútúr.
Setti þau ofninn við 150 gráður í tæpa tvo tíma.
Á meðan var ég búin að malla sósuna sem er algjörlega nauðsynleg.
Ég nota oft sojasóu í svona lagað, einhvers konar tómatsósu eða mauk, einhverja sætu þarf og einhverja sýru. Í þetta sinn var það tómatmauk, eplamauk, púðursykur og hunang. Og eplaedik. Hlutföllin voru um það bil svona:
100 ml tamari sojasósa
150 gr tómatpúrra
200 gr eplamauk
3-4 msk púðursykur
3-5 msk hunang
4-5 msk eplaedik
…og svo hellti ég dálitlu kaffi út í þetta líka…
Var með það lagað á borðinu hvort eð er.
Bara svona…50-100 ml af sterku kaffi eða svo. Alveg vel sterku.
Einfaldan espresso sem sé.
Þessu leyfði ég að malla saman og þykkna.
Það tók alveg klukkutíma. Hrærði í þessu við og við.
Þá tók ég rifin úr ofninum. Þau voru búin að vera að dóla sér þar í tæpa 2 tíma á 150 gráðum. Sneri þeim við þannig að beinahliðin sneri upp og smurði dálitlu af sósunni þar á. Sett þau svo inn í ofninn á 180 gráður í 15 mínútur.
Þá tók ég þau út og sneri við, makaði sósu á þá hliðina og svo aftur inn í ofn í 15 mínútur eða svo.
Restina af sósunni bar ég fram með rifjunum.
Og svo er þarna sæt kartöflumús og einföld útgáfa af panzanella sem má finna meira um í þessari færslu hér.
Og sérvéttur. Nóg af servéttum. Það þarf hugsanlega að fara í bað eftir svona lagað.
Alls ekki eitthvað til að borða í hvítum fötum allavega, nema maður sé alveg sérlega penn.
Verði ykkur að góðu:)