Þetta varð til hérna áðan.
Gæti ekki verið einfaldara…eða betra.
Í réttinn fór:
100 gr klettasalat
50 gr pistasíur
safi úr 1/2 sítrónu
sjávarsalt
1 stórt hvítlauksrif
jómfrúarolía (svona…50-100 ml)
3 kjúklingabringur
safi úr 1/2 sítrónu
hveiti (4-5 msk)
sjávarsalt
hvítur pipar
hvítlauksduft
oregano
jómfrúarolía
smjör
Sólþurrkaðir tómatar
Já…og pasta….
Ristaði pistasíurnar á þurri pönnu. Maukaði þær með töfrasprota ásamt klettasalati, hvítlauk,safa úr 1/2 sítrónu og örlitlu sjávarsalti. Ólívuolían fór út í smátt og smátt.
Sólþurrkuðu tómatana skar ég smátt og bætti út í pastað ásamt pestóinu góða.
Kjúklingabringurnar skar ég í þynnri bita/sneiðar, velti úr hveitinu sem ég hafði kryddað aðeins með nokkrum góðum kryddum og steikti þær svo á pönnu úr jómfrúarolíu og smjöri.
Tilbúið. Gott. Fljótlegt.
Verði ykkur að góðu:)