Kosningaréttur dagsins er þorskur með basil og sítrónu….

….á balsamedik-grænmetisbeði, borinn fram með polentu-frönskum ( eða á maður kannski að kalla þær ítalskar?:)….

931292_10151628826687718_1931702735_n

Einfalt, gott og fljótlegt.

Þorsknum velti ég úr blöndu af basilolíu, sítrónuberki, sítrónusafa, sjávarsalti, hvítlauksdufti og oregano. Hellti þessu bara í fatið, makaði á fiskinn og skellti honum í vel heitan ofninn…alveg 200-220 gráður í tæpar 15 mínútur.

Polentufranskarnar taka mestan tíma. Ég átti polentuna reyndar tilbúna hér í ísskápnum síðan í fyrradag. Þá var ég með ansi svipaðan rétt, en nautakjöt í staðinn fyrir fiskinn. Hvort tveggja mjög gott;)

Þegar polentan er orðin köld, er hún skorin í sneiðar og sett inn í ofn.
Það er betra að hafa sneiðarnar frekar þunnar til að ná þeim vel stökkum.

Ég setti smjörpappír í ofnskúffuna og penslaði hann með blöndu af smjöri og ólívuolíu.

Hverja “sneið” af polentunni penslaði ég síðan með sömu blöndu og stráði smávegis af parmesan yfir. Setti síðan á hvolfi á pappírinn (“parmesan-hliðina” niður…), penslaði yfir sneiðarnar og stráði parmesan yfir.

Inn í ofn…180 gráður….í næstum klukkustund.
Tók þær út og sneri við eftir svona hálftíma.

Ég tók fullt af myndum af þessu um daginn sem hefði verið gaman að setja inn..
Skil engan veginn hvar þær eru-virðast ekki hafa hlaðist inn. Held að ég þurfi að fara að taka til í myndaalbúminu hjá mér og búa til smá pláss. Það er sko orðið ansi fullt af myndum…aðallega matarmyndum!

Grænmetið er einfalt og hlutföllin nokkurn veginn svona:

Hltuföllin eru svo sem ekki heilög. Bara mest af því sem manni finnst best eða á til mest af….eða bara nokkuð svipuð hlutföll ef manni finnst þetta allt gott!

smjör
ólívuolía

1 stór rauðlaukur
2 litlar paprikur
1/2 stór kúrbítur
4-5 frekar stórir sveppir

1 rauður chillipipar
sjávarsalt

balsamedik-alveg slatti

Reyndar var ég með hvítlauk síðast. Alveg helling. Og kapers. En engan chillipipar.
Stundum set ég líka spínat í svona “grænmetispönnur”, en þá bara rétt undir lokin.

Skar grænmetið niður, laukinn í sneiðar, paprikur í strimla osfrv.
Allt á pönnu með smjöri, ólívuolíu og sjávarsalti.
Látið malla í smástund á vægum hita, eða þar til grænmetið er orðið lint en ekki mauksoðið. Þá fer væn sletta balsamediki útí og hækkað undir í smástund þar til það gufar aðeins upp.

Verði ykkur að góðu:)

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s