Kjúklingur í letikasti

on

DSC_0043

Hér kemur “leti-réttur” sem varð til hérna áðan.
Allt í fat og inn í ofn. Nema pastað það er að segja. En þið föttuðuð það…

IMG_0521

Var með 3 kjúklingabringur og ekkert plan. Annað en það, að ég nennti engan veginn að standa og hræra í pottum. Þá er alltaf gott að byrja á því að grípa eldfast mót og byrja að hrúga einhverju í það!

1 rauður chillipipar
3 stór hvítlauksrif
Safi úr 1 sítrónu
Jómfrúarolía (svona svipað magn og sítrónusafinn)
Steinselja-nokkrar greinar

Sjávarsalt
Hvítur pipar
Sætt paprikuduft

4-5 plómutómatar

Setti bringurnar í fatið og byrjaði sem sé að fleygja alls konar ofaná þær.
Kreista sítrónu, hella ólívuolíu, henda þunnum sneiðum af hvítlauk og smátt söxuðum chillipipar í partíið…

Steinselja og krydd fóru líka í fatið og síðan velti ég bringunum úr blöndunni.

Loks skar ég nokkra tómata og fleygði ofaná.

Henti þessu í ofninn á 180 gráður og leyfði því að dóla sér þar í svona…45 mínútur? Já..eitthvað svoleiðis. Algjör letiréttur en ekki verri fyrir það.

Pastað sauð ég og sletti síðan basilolíu yfir það. Það er alltaf gott.

IMG_0532

Parmesan? Nei…ekkert endilega. En ef þið viljið og nennið að rífa hann-því ekki.

Verði ykkur að góðu:)

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s