Núðlur dagsins eru soba-núðlur….

on

Það er alltaf jafn gott og fljótlegt að henda í “hádegisnúðlur”.

IMG_0501

Ég verð samt að játa, að ég gæti ekki lifað á núðlum eintómum.
Eða af sömu gerðinni af núðlum endalaust.
Það er heill heimur af núðlum þarna úti sem er vert að kynnast aðeins.

IMG_0512

Það er líka algjör óþarfi að hugsa sem svo, að það sé ekki hægt að gera núðlur af því þetta eða hitt sé ekki til. Það þarf ekkert að vera engifer. Það þarf ekki að vera kjúklingur eða rækjur. Það grænmeti sem til er í ísskápnum virkar oft frábærlega.
Það má líka alveg steikja það úr ólívuolíu, en ekki sesamolíu.

Gulrætur, kúrbítur, spínat, púrrlaukur, paprikur…bara það sem er til hverju sinni.

Í dag voru það soba-núðlur (bókhveitinúðlur) sem duttu ofan í pottinn hjá mér.

Og síðan var alls kyns grænmeti sem datt á pönnuna:

1 laukur-skorinn í sneiðar
1 rauð paprika-skorin í strimla
3 frekar stórir sveppir-skornir í sneiðar
lítill poki bláfjallaspínat-skorið í ræmur
3 hvítlauksrif-skorin fremur smátt en ekkert of smátt
1 rauður chillipipar-smátt skorinn
1 grænn chillipipar-smátt skorinn
Smávegis af basil-skorið í ræmur

Svo fór væn sletta af Tamari sojasósu útí fyrir rest,
ásamt safanum úr einu lime og 1 msk af hrásykri og slatta af sesamfræjum.

Steikti grænmetið úr ólívuolíu. Laukurinn fór fyrst og þegar hann var farinn að glærast fór paprika og chillipipar á pönnuna. Skömmu síðar fylgdu svo sveppirnir og þegar þær voru aðeins farnir að taka lit fór hvítlaukurinn og spínatið útí.

Því næst sojasósa, limesafi, hrásykur og sesamfræ.

Núðlur útí…hrært saman…skellt á disk.

Verði ykkur að góðu:)

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s