….og hér kemur svo lasagnað….

Það var enn til hakk eftir bollurnar í gær.
Og aðeins meiri tími til að malla eitthvað gott.

Eins og oft þegar ég geri lasagna, er helmingurinn grænmeti.
Hvaða grænmeti það er, fer eftir því hvernig skapi ég er í og eins hvað ég á í ísskápnum.

Þetta var grænmetið sem lenti í lasagnanu í kvöld.

IMG_0551

1 laukur
1 kúrbítur
1 rauð paprika
1 rauður chillipipar
slatti af sveppum
3 stór hvítlauksrif

Annað sem fór í sósuna var:

500 gr nautahakk
1 dós af kirsuberjatómötum
1 krukka af tómatpúrru
hvítur pipar
sjávarsalt
oregano
sæt paprika

ólívuolía

Steikti laukinn fyrst þar til hann var farinn að glærast aðeins og bætti þá restinni af grænmetinu saman við. Leyfði því að malla aðeins saman í pottinum, án þess þó að taka lit.

Því næst fór hakkið í pottinn og þegar það var búið að taka smá lit fór tómatpúrran útí ásamt tómötunum og 3-400 ml af vatni.

Kryddaði jafnt og þétt og leyfði þessu að malla í allavega klukkutíma.

Síðan er bara að raða þessu í fat og skella góðri ostasósu ofaná.

Stundum malla ég bara hina klassísku mornay sósu ofaná og set nóg af osti yfir
Stundum geri ég eitthvað annað.

IMG_0553

Í þetta sinn varð sósan svona:

1 dós sýrður rjómi
1 lítil dós kotasæla
250 ml rjómi
1 poki rifinn ostur

Hrærði sýrðum rjóma, kotasælu og rjóma saman. Setti helmginn af ostinum saman við og skellti þessu ofaná lasagnað. Restinni af ostinum stráði ég svo yfir allt.

Inn í ofn – 180 gráður í 40-50 mínútur eða þar til osturinn er orðinn gullinn.

Hér er svo önnur góð lasagna-uppskrift með mornay-sósu.
Sem er að sjálfsögðu bechemal sósa með osti.
Hvort tveggja gott;)

Verði ykkur að góðu:)

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s