Oggu-pínu-ponsara-chilli-bollur-með-míní-kartöflum

on

Þessar urðu til hérna í gærkvöldi.Þær hefðu algjörlega smellpassað á dúkkustellið mitt ef ég vissi hvar það væri.

IMG_0547

Gerði frekar fáar og þær voru alveg pínulitlar.
Kartöflurnar eru líka algjörar míní-kartöflur, þannig að þetta tók allt frekar stuttan tíma. Var frekar sein að byrja að elda, þannig að þetta varð niðurstaðan.

Hafði ætlað að gera lasagna, en það færðist fram á kvöldið í kvöld.

IMG_0562

Meira um það síðar…

Eins og oft þegar ég er ekki alveg viss hvað ég ætli að gera, setti ég tómata inn í ofn.
Þessir fallegu tómatar koma alla leið frá Sikiley.

IMG_0535

Sletti yfir þá dálítilli ólívuolíu og balsamediki og fleygði þeim í ofninn í tæpan klukktutíma að þessu sinni.

Kjötbollurnar gerðust svo svona:

IMG_0541

500 gr af nautahakki
1 stór rauður chillipipar
3 stór hvítlauksrif
handfylli af steinselju
handfylli af basil
sjávarsalt
hvítur pipar
2 egg

Saxaði hvítlauk, chillipipar, steinselju og basil smátt.
Sett í skál með hakkinu og 2 eggjum.

Síðan mótaði ég bollurnar, steikti þær úr ólívuolíu og setti því næst í ofninn í smástund.
Kartölurnar sauð ég, skar þær svo í tvennt og blandaði saman við smátt söxuðum sólþurrkuðum tómötum, olíu af tómötunum, sjávarsalti og basil.

Allt tók þetta frekar skamman tíma og var ferlega gott.

Fann flösku af sætri chillisósu sem smellpassaði með þessu.

Verði ykkur að góðu:)

One Comment Add yours

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s