Einu sinni var appelsína….

on

…..Hún átti vin sem hét fennel….

Saman skárust þau í sneiðar, slettu á sig smá jómfrúarolíu (bara smá-ekki mikilli!)
og böðuðu sig úr henni báðum megin.

Síðan stráðu þau á sig smá salti og lentu loks í þessu fati hér…

IMG_0589

Fatið fór í ofninn og var þar í rúma klukkustund við 180 gráður.
Einu sinni snerust þau við og stráðu á sig smávegis af hrásykri.

Þá var komið að kjúklingnum.

Á meðan á þessu stóð, lá hann og baðaði sig úr eftirfarandi:

1 appelsína-safi og börkur
1 sítróna-safi og börkur
Smávegis af sjávarsalti

Þegar appelsínan og fennelið höfðu verið í klukkustund í ofninum, bættist síðan kjúklingurinn í partíið. Hann fékk smá hvítan pipar á sig líka og lagðist endilangur yfir appelsínurnar og fennelið.
Safinn sem hann hafði legið í lenti líka í fatinu og eins bættust við 2 matskeiðar af kapers.

Þetta lék sér saman í ofninum í tæpar 40 mínútur og var kjúklingnum snúið við einu sinni á meðan á þessu stóð. Þegar honum var snúið við, bættist væn smjörklípa í hópinn.

Kús kús varð til, möndlur voru ristaðar, hvítlaukur var skorinn í þunnar sneiðar og spínat var skorið í ræmur. Hvítlaukurinn og spínatið lenti á pönnu með ólívuolíu og smjöri og var þar í örstutta stund.

Þegar kjúklingurinn var tilbúinn, fór kús kúsið í fat, spínatið þar yfir, loks kjúklingurinn og að endingu fór fennelið og appelsínan ofaná.

Safinn úr fatinu og ristuðu möndlurnar fóru síðan yfir allt saman.

DSC_0038

Þar með líkur þessu ævintýri.

Verði ykkur að góðu:)

One Comment Add yours

  1. borghildur vigfúsdóttir says:

    ekkert smá girnilegt, þetta verður eldað fljótlega, nota líklegast kínóa í staðin fyrir kús kús

    Like

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s