…..Hún átti vin sem hét fennel….
Saman skárust þau í sneiðar, slettu á sig smá jómfrúarolíu (bara smá-ekki mikilli!)
og böðuðu sig úr henni báðum megin.
Síðan stráðu þau á sig smá salti og lentu loks í þessu fati hér…
Fatið fór í ofninn og var þar í rúma klukkustund við 180 gráður.
Einu sinni snerust þau við og stráðu á sig smávegis af hrásykri.
Þá var komið að kjúklingnum.
Á meðan á þessu stóð, lá hann og baðaði sig úr eftirfarandi:
1 appelsína-safi og börkur
1 sítróna-safi og börkur
Smávegis af sjávarsalti
Þegar appelsínan og fennelið höfðu verið í klukkustund í ofninum, bættist síðan kjúklingurinn í partíið. Hann fékk smá hvítan pipar á sig líka og lagðist endilangur yfir appelsínurnar og fennelið.
Safinn sem hann hafði legið í lenti líka í fatinu og eins bættust við 2 matskeiðar af kapers.
Þetta lék sér saman í ofninum í tæpar 40 mínútur og var kjúklingnum snúið við einu sinni á meðan á þessu stóð. Þegar honum var snúið við, bættist væn smjörklípa í hópinn.
Kús kús varð til, möndlur voru ristaðar, hvítlaukur var skorinn í þunnar sneiðar og spínat var skorið í ræmur. Hvítlaukurinn og spínatið lenti á pönnu með ólívuolíu og smjöri og var þar í örstutta stund.
Þegar kjúklingurinn var tilbúinn, fór kús kúsið í fat, spínatið þar yfir, loks kjúklingurinn og að endingu fór fennelið og appelsínan ofaná.
Safinn úr fatinu og ristuðu möndlurnar fóru síðan yfir allt saman.
Þar með líkur þessu ævintýri.
Verði ykkur að góðu:)
ekkert smá girnilegt, þetta verður eldað fljótlega, nota líklegast kínóa í staðin fyrir kús kús
LikeLike