Jarðarber með balsamedik-súkkulaði….

on

Þetta er nú kannski varla uppskrift…en…ég ákvað að henda þessu hingað inn samt sem áður:)

DSC_0042

Allir vita að jarðarber og súkkulaði fer vel saman og flestir að jarðarber og balsamedik er nokkuð góð blanda. Súkkulaði og balsamediki smellpassar líka algjörlega saman. Nokkrir dropar í heitt súkkulaði gefa því aðra vídd. Það hjálpar að sjálfsögðu alltaf að nota gott súkkulaði og gott balsamedik. Það segir sig held ég sjálft.

Eina sem þarf að gera hér er að bræða súkkulaðið yfir vatnsbaði, hella vænni slettu af góðu balsamediki útí súkkulaðið þegar það er bráðnað og setja þetta á blessuð berin.
Nokkrir dropar af hvítu súkkulaði skemma síðan ekki fyrir.

Síðan er best að legga berin á disk með smjörpappír eða plastfilmu (auðveldara að ná þeim upp þannig heldur en ef þau eru sett beint á diskinn ) og inn í ísskáp.

Hér kemur svo eitt gott ráð sem mér finnst að allir ættu að vita:

Þegar þið bræðið súkkulaði yfir vatnsbaði, setjið þá eitt blað af eldhúspappír út í vatnið.
Það varnar því að vatnið sullist úr pottinum og út í súkkulaðið og eins því að það nái upp að botni skálarinnar meðan verið er að bræða súkkulaðið;)

Verði ykkur að góðu:)

One Comment Add yours

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s