Kvöldmatur um miðjan dag

on

IMG_0681

Þetta er svona “taka til í ísskápnum” pasta.
Það er stundum á borðum eins og þið hafið kannski tekið eftir;)

Og maturinn var líka í fyrra lagi en vanalega.
Er ekki vön að vera komin með matinn á borðið klukkan 17:15 en maður má gera eins og
maður vill. Er það ekki?

Í gær var ég reyndar með alveg svakalega góða minestrone súpu, þannig að ég var kannski
ekki í neinu ofboðslegu pastaskapi.

IMG_0669

Ég bara nennti ekki út í búð og langaði ekki í neitt sérstakt þannig að…

IMG_0693

Eins og margir góðir réttir, byrjaði þessi á því að ég kíkti inn í ísskáp.

Í dag fann ég eftirfarandi:

1 stóran kúrbít
1 stórt eggaldin
1 stóran lauk
1 meðalstóra púrru
3 sellerístilka
1 rauða papriku
1 rauðan chillipipar
5-6 stór hvítlauksrif

Ég fann líka:

1 dós af tómötum
1 litla dós af tómatpúrru
1 dós af smjörbaunum
2 stóra tómata

1 stóra dós af kotasælu
1 dós af sýrðum rjóma
150 ml af rjóma (um það bil-mældi hann ekki)
Parmesan-svona 50 gr

1/2 pakka af pasta.
Gnocchi pasta í þetta sinn, en það má að sjálfsögðu nota hvaða pasta sem er.

Skar grænmetið smátt og fleygði því í pottinn ásamt ólivuolíu, bara um leið og það var “skorið”.

Laukinn fyrst, síðan selleríið, því næst fór paprikan í pottinn og chillipiparinn.
Nokkru síðar bættust svo kúrbíturinn og eggaldinið í pottinn.

Hvítlaukinn skar ég í þunnar sneiðar og bætti í pottinn þegar annað grænmeti var nokkurn veginn klárt og tilbúið undir tómatana.

Þegar grænmetið var sem sé allt farið að linast aðeins, bætti ég tómatpúrru, tómötum úr dós og ferskum tómötum saman við.

Kryddaði þetta með:

hvítum pipar
oregano
sjávarsalti
sykri

Ég set alltaf pínulítið af sykri þegar ég er að elda með tómötum.
Bara eina teskeið eða svo. Það dregur fram sætuna úr tómötunum;)

Þessu leyfði ég að malla aðeins. Bara rétt meðan ég sauð pastað og steikti beikonið.

Já ég fann líka:

4 beikonsneiðar

Þær steikti ég og bætti saman við réttinn um leið baunirnar fóru útí og pastað.

Þetta fór í fat. Ofaná fór “sósan”..

Kotasæla, sýrður rjómi, rjómi og oregano.
Hrært saman og sett ofaná þegar pastað er komið í fatið.
Því næst parmesan yfir það og inn í ofn með allt saman.

Svona 45-50 mínútur á 190-200 gráður, eða þar til orðið “gullið”.

Gerði reyndar alltof mikið.

Það var ekki bara þetta fat, heldur er annað minna inni í ofni akkúrat núna.
Mig grunar að þetta verið í matinn á morgun líka.
Kannski hinn líka. Og hinn. Og hinn….

Verði ykkur að góðu:)

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s