“Bröns”

on

DSC_0034

Er ekki sagt að maður eigi að borða mat í öllum litum?

DSC_0038

Og draga það á borðið sem til er og fólk er í skapi fyrir?

DSC_0036

Ég hugsa að allir kunni að baka pönnsur og eigi sína eigin uppskrift af þeim.
Ef ekki, eru nokkrar hér á síðunni sem hægt er að nota.

Annars nota ég oft alls kyns hráefni í pönnukökur.
Yfirleitt fer smá jógúrt, AB mjólk eða sýrður rjómi í þær
Einhvers konar sykur-hvítur eða brúnn eftir því hvað ég er í skapi fyrir.
Hveiti eða spelt-eftir því hvað hendi er næst.
Oft fer möndlumjöl í þær og eins haframjöl.
Stundum smjör og stundum ólívuolía.
Alltaf egg og smá lyftiduft. Og vanilla. Hún er ómissandi.
Ekki vanilludropar, heldur alvöru vanilla.

Þær eiga það samt allar sameiginlegt að vera góðar.

Það fylgir þessari færslu reyndar bara ein uppskrift.

Sú er af banönunum í hvítu skálinni.
Ég gleymi alltaf að mæla hlutföllin, en það kemur ekki að sök.
Þetta er ótrúlega einfalt. En gott. Og passar vel með pönnukökum og beikoni;)

Bananar
Púðursykur
Smjör
Safi úr einu lime
Smávegis af kanil

Allt saman í pott og leyft að malla þar til bananarnir mýkjast aðeins og til verða
þessir líka ótrúlega góðu “sírópsbananar”. Ef vill, má líka sletta smávegis af rommi útí.

Verði ykkur að góðu:)

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s