Hummus

on

DSC_0042

Ég á yfirleitt alltaf eitthvað gott til að henda í hummus.

Kjúklingabaunir og tahini eru auðvitað uppistaðan, en hvað annað fer útí fer eftir skapi og því hvað er til.

Hvítlaukur og sítróna eru samt dálítið nauðsynleg líka.

Í dag fór hellingur af steinselju útí líka, ásamt kúmeni og cayenne pipar.

Oft set ég sólþurrkaða tómata saman við eða saxaðar ólívur.

Það má vel nota einhverjar aðrar kryddjurtir. Til dæmis kóríander.
Ég er hins vegar mikið hrifnari af flatri steinselju. Það er kannski af því hún er yfirleitt ferskari, enda ræktuð hér á landi og ekki flutt langa vegu í plastkössum! Ég er líka hrifnari af flatri steinselju en krullaðri, en það er auðvitað bara smekksatriði.

Baunirnar þurfa að vera vel mjúkar. Auðvitað má sjóða þær sjálfur.
Það er auðvitað best. Ég sýð stundum dálítið af þeim og hendi svo í frystinn til að bæta út í rétti-eða gera hummus.
Það er dálítið misjafnt eftir tegundum hversu mjúkar eða harðar baunirnar eru í dósum. Ég nota oftast baunir frá Biona. Finnst þær yfirleitt koma best út og vera alveg passlega mjúkar.

Síðan þarf bara gott brauð með. Eða gúrkur og annað gott grænmeti.
Hummus er auðvitar fínasta “grænmetisídýfa”.

Uppskriftin í dag var nokkurn veginn svona:

1 dós kjúklingabaunir
1/2 krukka ljóst tahini (150-170 gr)
1/2 búnt flöt steinselja
2 stór hvítlauksrif
safi úr einni safaríkri sítrónu
150-200 ml vatn-nóg til að blandist vel og síðan er bara smekksatriði hversu þykkan eða þunnan hummus hver og einn vill.

2 msk heilt kúmen
sjávarsalt
hvítur pipar
cayenne pipar

Allt maukað saman. Ég nota töfrasprota. Finnst yfirleitt þægilegast að nota hann í svona lagað. Líka auðveldara og fjótlegra að þrífa hann en matvinnsluvélina.

Síðan er ágætt að skella þessu bara í glerkrukku með loki og geyma í ísskápnum. Þar geymist hummusinn í allavega 2-3 daga, en ég er alveg viss um að hann verður búinn þá.

Verði ykkur að góðu:)

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s