Það var hálfur kúrbítur eitthvað þvælast fyrir mér inni í ísskáp…
og mig langaði að baka eitthvað gott og ekkert alltof óhollt….þannig að…
Fann líka möluð chia fræ og agave síróp.
Ætlaði einhvern tímann að gera einhverjar tilraunir með þetta,
en fannst allt sem ég setti agave sírópið vera svo dísætt að gleymdi flöskunni bara inni í skáp.
Og chia fræin-ég veit að þau eru alveg meinholl, en einhverra hluta vegna er áferðin á þeim í sjeikum ekki að virka fyrir mig.
Er búin að reyna-trúið mér…
Möluð og bætt í möffins eru þau hins vegar að virka;)
Notaði ekki mikið af sírópinu og það má allt eins nota hlynsíróp eða hunang. Ég nota það mikið ef mig langar að baka eitthvað sem er lítið sætt.
Svona urðu þessar til:
Skrældi kúrbítinn, reif á rifjárni og lét vökvann renna af honum gegnum sigti.
Meðan mesti vökvinn var að renna af honum, lenti restin af hráefnunum í skál. Réttara sagt-í tveim skálum. Þurrefnin fóru saman og blautefnin í aðra skál.
150 gr ljóst spelt
50 gr haframjöl
30 gr möluð chiafræ
30 gr kakó
1 tsk lyftiduft
1 tsk matarsódi
80-100 gr agave síróp
2 egg
1 dós sýrður rjómi
2 msk jómfrúarolía
400 gr kúrbítur
Sett í möffins form (ég náði 20 úr þessari uppskrift) og bakað við 180-190 gráður í tæpar 20 mínútur. Enn og aftur-kíkið bara á þær eftir svona 15 mínútur. Ýtið aðeins ofaná og þegar þið eruð sátt, takið þær þá út. Það eru ekki til neinar nákvæmar tímasetningar. Allir ofnar eru misjafnir;)
Verði ykkur að góðu:)