Þessi réttur varð til hérna í gærkvöldi.
Var alveg ótrúlega góður, þrátt fyrir að vera ofur einfaldur.
1 poki klettasalat (75 gr)
1 poki pistasíur (125 gr)
Safi og börkur af einni sítrónu
1 dós ansjósur-notaði olíuna af þeim líka.
2 stór hvítlauksrif
Jómfrúarolía-mældi hana ekkert sérstaklega, en myndi segja svona 100 ml eða svo.
Ég var reyndar með blöndu af basilolíu og jómfrúarolíu, en það má nota hvort sem er.
Ég ristaði pistasíurnar fyrst á pönnu.
Setti þær síðan í skál (fyrir utan nokkrar ristaðar pistasíur sem ég tók til hliðar til að setja ofaná pastað) ásamt restinni af hráefnunum. Ólívuolíunni bætti ég við smátt og smátt þar til ég var komin með rétta áferð og pestóið var orðið mátulega þykkt.
Sauð pasta og blandaði þessu saman.
Ég er alveg viss um að risarækjur hefðu passað vel með þessu.
Skelli þeim kannski með næst.
Eins var pestóið sjálft algjört dúndur og hefði smellpassað ofaná brauð eitt og sér.
Á örugglega eftir að gera þetta aftur. Ekki spurning.
Verði ykkur að góðu!