Tveir andlausir fiskar

Andlausir…en bragðgóðir…og fljótlegir…

Fleiri hráefni gera matinn ekkert endilega betri, en ef hráefnið er
gott er erfitt að klikka.

Jú.

Það er auðvitað hægt, en það eru vissulega meiri líkur að maturinn verði góður-ekki satt?

Það er töluvert síðan ég hef sett nokkuð hingað inn.

Þetta hefur verið algjörlega blogglaust sumar og það síðasta sem hér má finna er pistasíupestópastað sem ég hef haft í matinn þann 3.júní!
Það er alltaf frábært og ég er vissulega búin að borða nokkra kvöldmata síðan þá þó svo það hafi ekki ratað hingað inn;)

Ég hef samt að sjálfsögðu verið dugleg að taka myndir, þannig að hugsanlega mun líða skemmri tími þar til næsta færsla birtist.

Blessunarlega fjallar þetta blogg ekki um málefni líðandi stundar, heldur eitthvað mun bragðbetra.

En vindum okkur að matnum!

Hér koma loks þessir tveir andlausu en bragðgóðu fiskar.

Annars vegar er það þorskurinn sem var hér í kvöld og má vel vera að ég hafi sett inn svipaða uppskrift einhvern tímann áður. Ég elda oft eitthvað svipað þessu.

Þorskur í kókos-banana-turemeric-baði

IMG_2953

1 kg þorskur
1-2 msk ólívuolía
2 meðalstórir laukar
2 hvítlauksrif
1 rauður chillipipar
þumlungsbiti af engifer-rifinn á rifjárni

1 dós kókosmjólk
3-4 bananar
1-2 tsk turmeric
sjávarsalt

Þetta er frekar einfalt og það má vel gera sósuna fyrr um daginn til að spara tíma:)

Laukurinn skorinn smátt og leyft að glærast ögn á vægum hita í örlítilli olíu.
Á meðan saxa ég chillíið og hvítlaukinn smátt og bæti loks á pönnuna.
Næst kemur kókosmjólkin, því næst ríf ég engiferið útí, flysja banana og sker í bita. Turemricið dettur svo útí á svipuðum tíma ásamt agnarögn af sjávarsalti.

Ég leyfi þessu að malla við vægan hita þar til ég er sátt….
…og þar til bananarnir eru komnir hálfpartinn í mauk.
Þess þroskaðari sem þeir eru, þess styttri tíma tekur það.

Þegar sósan er tilbúin, sker ég þorskinn í bita og set út á pönnuna.

IMG_2936
Það er best að leyfa þessu síðan bara að gerast á eins einfaldan hátt og hægt er.
Annað hvort að skella lokinu á pönnuna og bíða þar til þorskurinn er klár, eða þá snúa honum við einu sinni á meðan hann eldast.
Já…og hræra sem minnst í þessu eða vesenast eitthvað.
Þá dettur þorskurinn bara í sundur og þetta verður að kássu;)

Í þetta sinn var ég með brún hrísgrjón með spínati, lauk og selleríi.
Ég nota lauk og sellerí oft til að gefa hrísgrjónum bragð.
Og kjúklinga eða grænmetiskraft.

Þá sker ég laukinn og selleríið smátt, leyfi því að glærast ögn í örlítilli olíu, set næst hrísgrjónin útí og leyfi þeim að drekka olíuna aðeins í sig og loks kemur vatnið. Og einn teningur af krafti. Og smávegis af salti-bara agnarögn.

Spínatið fer síðan útí á svipuðum tíma og hrísgrjónin eru tilbúin og ég slekk undir pottinum.

Síðan er það andlausa smálúðan sem var hérna í fyrradag….

IMG_2931

Uppskrift?
Nei…varla….allt í lagi þá…
Basilolía, sítróna og sjávarsalt.
Inn í ofn á svona 180 gráðum þar til lúðugreyið er tilbúið.

Verði ykkur að góðu!

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s