Rækjupasta með hvítlauk og chilli

IMG_3190

Þetta er örugglega ekki fyrsta sjávarréttapastað sem ratar á þessar síður og líklega ekki það síðasta.

Ég reyni að eiga alltaf rækjur í frystinum. Og helst smá hörpuskel líka.

Ef það er til, er alltaf einfalt að henda í kvöldmat án þess að eiga of mikið annað.

Hvítlaukur og chillipipar er svo yfirleitt til og fersk íslensk steinselja er oftast þarna líka. Flöt steinselja það er að segja-mér finnst hún betri.

Og ósoðnar rækjur. Gráar rækjur það er að segja. Rækjur eru fljótar það fljótar að steikjast/sjóða, að mér finnst algjört bull að kaupa þær forsoðnar. Mikið betra að sjóða þær sjálfur í stað þess að eiga á hættu að þær verði að litlum ofsoðnum gúmmíboltum!

En allavega…

1 grænn chillipipar
1 rauður chillipipar
4-6 hvítlauksrif
1 búnt fersk steinselja
1 kg risarækjur
300 gr lítil hörpuskel
1 poki tagliatelle
ólívuolía
smjör
sjávarsalt
sætt paprikuduft

Hvítlaukurinn skorinn í örþunnar sneiðar og chillipiparinn skorinn smátt.
Sett á pönnu ásamt vænni slettu af ólívuolíu og sjávarsalti. Leyft að glærast aðeins.

Rækjurnar kryddaðar með smávegis af sætri papriku og þeim síðan bætt á pönnuna ásamt smá smjöri. Það má svo sem alveg sleppa smjörinu, en mér finnst það góð viðbót;)

Þegar þær eru aðeins farnar að skipta um lit-hættar að vera gráar og orðnar bleikar, þá fer hörpuskelin útí. Og loks pastað sem var vonandi að sjóða á meðan á öllu þessu stóð og að endingu er smátt saxaðri steinseljunni fleygt yfir allt.

Einfalt, fljótlegt og gott.

Verði ykkur að góðu!

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s