Túnfiskur að hætti Kára

IMG_3196

Túnfiskur.

Ég veit. Ég er oft með túnfisk. En mér finnst hann bara svo góður…

Svo er líka þægilegt að kippa honum úr frystinum að morgni dags og vita að það þarf lítið að spá í hvað verði í matinn. Sérstakega á svona dögum.

Rófur og rauðbeður eru oft til á þessum árstíma og passa vel saman.

Og balsamedik. Það fer í raun fátt annað í þennan rétt. Jú. Smá beikon.

Rófur og rauðbeður skorið fremur smátt og sett í fat, ólivuolía og sjávarsalt yfir allt og inn í vel heitan ofn. Hrært í við og við.

Og túnfiskurinn.

Það er best að þerra hann vel með eldhúspappír, sulla smá balsamediki á hann, salta og pipra og skella honum á vel heita pönnuna. Í þetta sinn steikti ég smá beikon á pönnunni áður,tók það síðan af og steikti túnfiskinn úr beikonfitunni.

Passið ykkur bara að steikja hann bara nógu stutt og á vel heitri pönnu.

Klikkar ekki.

Reyndar eldaði ég ekki einu sinni í kvöld, heldur sonur minn.

Hann ætlar að elda mikið á næstunni skilst mér, þannig að það eru spennandi tímar framundan;)

Ég held að ég verði þarna einhvers staðar á hliðarlínunni til að byrja með, en hver veit nema hann taki bara við í eldhúsinu fljótlega og ég fari að gera eitthvað annað!

Verði ykkur að góðu!

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s