Rófugnocchi…eða…þriðji í rófum…

IMG_3323

Mér finnst rófur góðar. Ég á það til að sjóða aðeins of mikið af þeim.
En þær klárast alltaf…eða yfirleitt alltaf.

Í fyrradag sauð ég alltof mikið af þeim. Ég var þá með svínarif og einhverra hluta vegna urðu rófurnar dálítið útundan.

Þær lentu síðan í fótboltapartíi í fjölskyldunni í gær-ásamt restinni af svínarifjunum – en það var sama sagan. Það var enn afgangur.

Ég var með lúðu í kvöld. Eldaði hana bara á einfaldan og góðan máta.
Með basilolíu og sítrónum. Það klikkar sjaldan.

IMG_3336

Og þá er aftur komið að rófunum blessuðum….

Þær höfðu verið soðnar í fyrradag, maukaðar í gær og sátu nú einmamannalegar í ísskápnum og biðu eftir að verða annað hvort boðnar í boðið eða hent.
Og ég bara get ekki hent mat. Allavega ekki óskemmdum mat. Eða rófum.

Ég mældi í þetta og hlutföllin voru nokkurn veginn svona:

950 gr stappaðar rófur
1 dós sýrður rjómi
1 egg
3-400 gr hveiti
sjávarsalt
nýrifið múskat

Þessu blandaði ég vel saman meðan suðan kom upp í pottinum.

Fyrst fóru 250 gr af hveiti útí, síðan 50…og svo aðeins meira.
Þið finnið bara þegar þetta er farið að tolla saman, en ekki orðið of stíft.

Bætti slatta af salti út í sjóðandi vatnið og hófst svo handa.

Ég setti deigið í einnota sprautupoka, klippti passlega stórt gat framan á pokann og staðsetti mig við hliðina á pottinum – með sprautupokann í annarri hönd og hníf í hinni.

Sprautaði deiginu út og skar bitana beint út í vatnið.
Sé eiginlega eftir að hafa ekki tekið mynd af því eða fengið einhvern til þess.
Ég var með báðar hendur fullar – þið munið…sprautupoka í annarri og hníf í hinni;)

Þetta var töluvert magn, þannig að það þurfti alveg 4-5 umferðir af suðu.
Notaði alltaf sama vatnið, en setti bara hluta út í í einu og tók síðan upp.

Þær flutu upp þegar þær voru tilbúnar.
Þær, eða þau…Ætli það sé ekki “það” gnocchiið? Allavega. Flaut upp.

Loks var komið að lokastiginu, sem var að smjörsteikja þær úr salvíusmjöri.

Ég hef svo oft notað salvíusmjör á þessum síðum, að þið ættuð að vera farin að átta ykkur á því hvað ég á við með því. Sem sé – hellingur af smjöri á pönnu, salvíublöð útí, þau tekin úr þegar orðin stökk og síðan gnocchiið (í þessu tilfelli) útá pönnuna.

Salvían mulin yfir og tilbúið.

Verði ykkur að góðu:)

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s