Jazzrækjur að hætti Kára

IMG_3380

Aðstoðarkokkur minn, hann Kári eldaði þennan rétt handa mér áðan á milli þess sem hann tók fyrir mig nokkur góð lög á píanóið. Aðallega jazz, því við vorum bara í þannig skapi. Og á endanum settumst við hér saman fjölskyldan og fengum þessar dýrindis jazzrækjur.

Fyrst var allt grænmetið skorið smátt og þvi leyft að glærast aðeins á pönnunni.
Það tók sinn tíma, en var allt saman vel og fallega skorið.
Það er nefnilega betra að læra að gera hlutina rétt frá upphafi.
Hraðinn kemur síðan með tímanum.

IMG_3367

2 stórir sellerístilkar
1 meðalstór laukur
5-6 meðalstórar gulrætur
1 rauð paprika
1 græn paprika
1 grænn chillipipar

Paprikurnar og chillipiparinn voru líka “meðalstór”, svona ef út í það er farið.
Allt frekar meðalstórt sem sé;)

Síðan pilluðum við rækjurnar og settum á disk.
Sulluðum smá chilliolíu og smá hvítlauksolíu útá.
Rifum síðan (meðalstóran?) engiferbita yfir og blönduðum þessu vel saman.
Leyfðum þeim að marinerast aðeins meðan grænmetið glæraðist í rólegheitum á pönnunni og vatnið fyrir núðlurnar sauð.

1 kg risarækjur
vænn biti af ferskum engifer
3-4 msk chilliolía
2-3 msk hvítlauksolía

Á meðan tók Kári 2-3 lög, stökk reyndar aðeins upp til að henda núðlunum í pott og hélt svo áfram að spila.

Þegar grænmetið var orðið ágætlega mjúkt, fór þetta útí pönnuna:

1 dós kókosmjólk
2 tsk heilt kúmin
1 væn tsk túrmerik

Þetta fékk svo að malla saman í smástund og Kári tók 2 lög til viðbótar.

Þegar núðlurnar voru svo klárar og við vorum búin að smakka sósuna, hentum við
rækjunum útí. Þær þurfa bara örstutta stund. Þegar þær eru orðnar bleikar, eru þær tilbúnar. Og þar með maturinn líka.

Þá er kominn tími á kaffibolla og eins og eitt gott lag í viðbót.
Og smá uppvask. Ekki mikið uppvask samt, því það er best að ganga frá öllu og vaska upp jafnóðum.
Það gerum við Kári allavega;)

Verði ykkur að góðu!

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s