Algjört kex….

IMG_3394

Þetta er fljótlegt og gott. Það má auðvitað gera hummus eða eitthvað gott til að hafa ofaná, en mér finnst þetta gott bara eitt og sér. Og ég vil hafa það vel kryddað.

Hvaða krydd ég nota, fer bara eftir því hvernig skapi ég er.

Þau krydd sem ég nota aðallega eru:

Hvítlauksduft
Turmerik
Sætt paprikuduft
Sinnepsduft
Oregano
Cayenne pipar
Sjávarsalt

Stundum set ég bara 1-2 gerðir, en stundum allan pakkann.
Eins og ég gerði í dag. Það fór um teskeið af hverju útí – nema reyndar af cayenne pipar. Ég setti hann ekki.

Síðan eru þetta bara fræ, smá olía, vatn og hveiti eða spelt.
Stundum nota ég hvorki hveiti né spelt, heldur möluð fræ.

Stundum fara alls kyns fræ útí, stundum bara sesamfræ og chiafræ.
Og þá helmingur af hvoru.

Ég mældi í þetta í dag og það var svona:

100 gr chiafræ
100 gr sesamfræ
200-300 ml vatn
2 msk chilliolía
3-4 msk hveiti

Ólívuolía (til að smyrja pappírinn).

Blandið saman fræjum og vatni. Eftir smástund eru fræin búin að drekka í sig vökvann og það er alveg spurning með að bæta smá vatni meira saman við.

Eftir svona….10 mínútúr…ætti þetta að vera komið.

Þá fer olían útí og kryddin.Og hveitið ef það er notað.
Það tollir oft betur saman ef það er hveiti eða spelt, en það sama má segja með möluð fræ. Þau halda þessu líka vel saman.

Síðan er þetta sett á smjörpappír og inn í ofn.
Það er ágætt að setja smá olíu á hendurnar áður en er dreift úr þessu.
Þá festast þau ekki eins við hendurnar;)

Ég hef þetta á sirka 170 gráðum og hversu langan tíma það tekur, fer auðvitað eftir því hversu þykkt þetta er á plötunni. Það tekur alveg 25-35 mínútur að verða stökkt.

Fyrirtaks “snakk” og algjörlega í hollara lagi.

Verði ykkur að góðu!

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s