Hvar skal byrja…
Kannski á restinni af ansjósunum sem voru hér til síðan í gærkvöldi.
Og smá lauk…
2 laukar og 4-5 ansjósur….
smá jómfrúarolía…
Og grænn chillipipar…
2 frekar stórir réttara sagt…
Og ekkert alltof smátt skornir.
Og kjúklingabringunum þremur sem komu með úr búðarferðinni áðan…
Og vissulega nóg af hvítlauk.
3-4 stór, þunnt skorin hvítlauksrif duttu á pönnuna nokkrum sekúndum á undan kjúklingnum.
Smá sletta af hvítvíni.
Smá vatn.
1 teningur af kjúklingakrafti.
Hvítur pipar.
2-3 lárviðarlauf.
Ögn af sjávarsalti.
Ansjósurnar eru ágætlega saltar, þannig að það þarf lítið.
Leyft að malla…
Á meðan mölluðu puy linsur í potti.
Það eina sem fór í þær var einn smátt saxaður laukur, 2 stórir sellerístilkar,
500 gr af linsum, vatn, 1 teningur af kjúkingakrafti og vatn.
Síðan er bara að þykkja sósuna. Hveiti og smjör. Enginn rjómi. Enginn ostur.
Bara gamla góða smjörbollan eða “beurre manie“…
Það þarf ekki mikið – tæplega helminginn af því sem þarna sést fannst mér passlegt.
Síðan er bara að kalla á alla í mat.
Verði ykkur að góðu!