Hér kemur svo waldorf-salatið og rjómalagaða spínatið….

Á öðrum degi kalkúns….

IMG_3671

Það verður enginn þriðji dagur.

Nema hjá syninum sem fær restina með sér í nesti…

IMG_3688

Það er örbylgjuofn í skólanum og hann er alveg að ná því hvernig hann virkar.
Við erum ekki með svoleiðis, þannig að hann hefur þurft að læra af mistökum sínum.
Eins og þegar hann hitaði hamborgarann sinn í þrjár mínútur á hæsta og hann varð pínu ógeðslegur. “Alveg eins og flugvélahamborgari” sagði hann…

En þá er komið að waldorf salatinu.

Mamma gerir mjög gott waldorf salat.
Ég þarf að muna að spyrja hana hvernig hún gerir það.
Veit þó að hún notar þeyttan rjóma. Það geri ég líka.

Það sem fór í waldorf salatið var…

3 stórir sellerístilkar
2 stór epli
2 stórar perur
15-20 græn vínber

1 dós grísk jógúrt
500 ml rjómi
2 msk flórsykur

100 gr valhnetur

Valhnetunum henti ég inn í ofn á 100 gráður eða svo, þar til þær voru orðnar stökkar.

IMG_3583

Á meðan setti ég gríska jógúrt í skál, þeytti rjómann með flórsykrinum, skar eplin og perurnar í bita og sellerístilkana í þunnar sneiðar.

15-20 vínber lentu þarna með – þau voru ótrúlega stór, þannig að ég skar hvert vínber í fernt.

Og það voru steinar, þannig að ég pikkaði þá úr með hnífsoddinum.

Perurnar voru alveg fullkomlega þroskaðar, þannig að þær gáfu gott mótvægi við stökk eplin og selleríið.

Blandaði saman öllu – nema rjómanum og valhnetunum.
Það fór útí síðast.

Og svo smávegis af valhnetunum til að skreyta.

IMG_3594

Þetta beið síðan stillt og prútt í ísskápnum, meðan aðrir hlutir gerðust í eldhúsinu…

Eins og til dæmis rjómalagaða spínatið:

Væn smjörklípa í pott. Þunnt skorinn hvítlaukur þar útí – alveg 3-4 rif.
Spínatið þar á eftir og loks smá rjómasletta.

IMG_3591

Þetta er svona “fyrir” mynd.

Heil 500 grömm af spínati sem ég náði mér í upp í Lambhaga fyrir helgi.
Með stilkum og öllu – finnst það alltaf gott.

Og þetta er svona “eftir” mynd..

IMG_3596

Eins og sjá má, verður heill pottur af fersku spínati lítið annað en skál af elduðu spínati.
En gott var það.

Polentan kemur svo á morgun.
Ekki að hún hafi verið svona mikið mál – alls ekki.
Fljótlegra og einfaldara meðlæti er ekki hægt að hugsa sér.

Ég veit bara að ég mun þurfa að hafa svo mörg orð um polentu að ég ætla að geyma það til morguns.
Núna langar mig bara að horfa á eitthvað gott í sjónvarpinu – samt ekki jóla eða Thanksgiving mynd. Finn örugglega ekkert og fer að baka eitthvað…

Annars bakaði ég ansi margar makkarónur í dag.

IMG_3638

Fjólubláar með saltri karamellu…

IMG_3629

Hvítar með vanillu og hvítu súkkulaði….það voru sko ekki fáar vanillustangir sem duttu í þessar. En ekki of margar.
Algjörlega fullkomið jafnvægi af vanillu og súkkulaði, þannig að vanilluþyrstir ættu ekki að örvænta á næstunni.

Það var sem sé alveg brakandi makkarónublíða úti í dag, þannig að það fór ýmislegt gott í frystinn:)

Verði ykkur að góðu!

One Comment Add yours

  1. Margret Sigfusdottir says:

    Sent from my iPad

    Like

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s