Ætli ég sé lúði af því ég elska lúðu?

Æ…ég var búin að lofa að segja ykkur frá polentu…

Má ég ekki gera það á morgun bara? Eða hinn? Allavega fljótlega.

Það varð nefnilega gaslaust hérna rétt undir lok eldamennsku og ég er ekki með kaffibollann minn mér við hönd. Gæti reynt að baka vatn, en ég held að það tæki of langan tíma…

Ég var með algjört craving í gott salat með sinneps/hunangsdressingu.


IMG_3731

Algjörlega einfaldasta salatsósa í heimi:

1 msk sinnep
Aðeins minna en 1 msk hunang
2 msk eplaedik
sjávarsalt
hvítur pipar
Jómfrúarolía…svona…5 msk…

Í krukku. Hrista. Smakka. Meira hunang? Meiri olíu?

Eða er þetta kannski bara gott svona? Alltaf smekksatriði.

Og lúða. Einu sinni enn. Af því ég elska góða lúðu og ef ég get fengið hana ferska, þá meina ég algjörlega án þess að hafa nokkurn tímann lent í frystikistu, hvað þá séð slíka – þá stekk ég á hana. Og tek hana með mér heim.

IMG_3711

Og hvað gerir maður við svona góða lúðu?
Helst sem minnst. Jómfrúarolía, sjávarsalt og hvítur pipar.
Inn í ofn. Svona 170-180 gráður þar til hún kallar á þig og segist vera tilbúin.

Síðan var það sítrónumelissan sem ég greip með um daginn uppi í Lambhaga.
Og virkaði svona líka svakalega vel í pestó.

IMG_3726

Ég notaði öll blöðin af plöntunni sem sjá má hér fyrir ofan.
Eitt hvítlauksrif. Eins og tvær matskeiðar af furuhnetum. Örlítið sjávarsalt og síðan var það jómfrúarolían. Enginn parmesan. Ostur passar ekki með fiski. Basta.

Sítrónukeimurinn af sítrónumelissunni smellpassaði við lúðuna.
Og síðan var það bara soðið spaghetti (sem rétt slapp og var tilbúið um leið og það varð gaslaust!) sem ég henti pestóinu útí.

IMG_3733

Einfalt, fljótlegt, ferskt og gott.

Verði ykkur að góðu!

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s