Chillimöndlur með kanil, papriku og reyktu salti

Mig langaði í eitthvað “crunchy”.

Pínu sterkt, pínu salt….ekki of sterkt og ekki of salt – en alls ekki sætt.


IMG_3948

Og þetta varð niðurstaðan.

IMG_3929

Ég var með um 150 grömm af möndlum.
Setti þær á pönnu ásamt 1 – 2 msk af chillolíu.

Kryddunum blandaði ég saman í skál:

1 tsk af kanil
1/2 tsk af sterkri papriku
1 tsk af reyktu sjávarsalti

Síðan passaði ég bara vel uppá möndlurnar.
Leyfði þeim að taka lit, en hrærði í þannig að þær brynnu ekki.

Einhverjar reyndu að flýja af pönnunni undan hitanum – stukku upp í loft og poppuðust.

Ég náði þeim strax og lét þær vita hver það væri sem réði þessari aðgerð.
Þær hlýddu og ristuðust með hinum.

IMG_3937

Tók þær af þegar ég var orðin nokkuð sátt og setti þær á smjörpappír.

Hellti kryddunum yfir og blandaði saman við möndlurnar.

IMG_3939


Það versta er, að nú eru þær búnar.

Á reyndar ennþá til möndlur, en það er spurning hvort ég geymi þær ekki aðeins.

Eða…..???

Verði ykkur að góðu!

One Comment Add yours

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s