Bragðmikið penne með kjúkling og ferskum kryddjurtum

IMG_4016

Mig vantaði eitthvað pínu sterkt og verulega fljótlegt.

Þetta var útkoman:

ólívuolía
4-5 hvítlauksrif
1 stór rauður chilipipar

2 msk jómfrúarolía
3 msk tómatpúrra
4 kjúklingabringur

3 msk oregano
1 msk sterk paprika
1 tsk hvítur pipar
2 tsk sjávarsalt

1 flaska passata tómatsósa

1/2 búnt fersk steinselja
handfylli ferskur basil

1 poki pasta

Parmesan

Ég byrjaði á því að skera bringurnar í litla bita og velta þeim úr olíunni og kryddunum.
Því næst datt tómatpúrran þarna útí.

Hvítlaukinn skar ég í þunnar sneiðar og chilipiparinn smátt.
Saman fór það á pönnu með ólívuolíu og nokkrum saltkornum.

Þegar það var aðeins farið að linast, bætti ég kjúklingnum útí og leyfði honum að taka smá lit.

Næst fór passata tómatsósan útí og örlítið af vatni.

Þetta mallaði svo meðan pastað sauð í pottinum.

Ferskar kryddjurtir fóru útí þegar allt var tilbúið.

Saxaði steinseljuna smátt og skar basilinn í örþunnar ræmur.

Borið fram á köldu vetrarkvöldi, með nýrifnum parmesan.

Verði ykkur að góðu!

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s