Súper dúper einfalt rækjupasta

Þessi ofureinfaldi pastaréttur varð til hérna áðan.

IMG_4677

Þetta byrjaði einhvern veginn svona….

IMG_4662

1 rauðlaukur
1 laukur
Nokkrir konfekttómatar
2 litlir kúrbítar

Sletta af jómfrúarolíu og ögn af sjávarsalti.

Saman fór þetta inn í ofn stilltan á 150 gráður og mallaði í rólegheitum í góða klukkustund.

Á meðan var þetta að gerast….

IMG_4668

Risarækjur, chilliolía, smá hvítlauksolía og slatti af oregano slakaði á meðan grænmetið
puðaði í ofninum.

Þegar grænmetið var eins og ég vildi hafa það – vel mjúkt en ekki komið í mauk þá duttu rækjurnar
í fatið með þeim…og ég hækkaði hitann í 180 gráður.

IMG_4670

Eins og þið sjáið, þá duttu þær í alvöru þarna ofaná.
Ég nota alltaf ósoðnar rækjur. Ef þið notið soðnar rækjur í rétti og ætlið svo að elda þær,
þá getið þið allt eins notað byssukúlur eða skopparabolta. Rækjur þurfa alveg hárrétta eldun.

Þetta dúllaði sér í ofninum í smástund – eða þar til rækjurnar voru orðnar bleikar.
Því þá eru þær tilbúnar;)

Og pastað sauð…og svo fór þetta allt saman í pottinn…

Og var alveg svakalega gott.

Setti chilliolíuna á borðið fyrir þá sem vildu meira af henni (sem voru allir) og kallaði “MATUR”.

Einfalt, fljótlegt, gott….

Verði ykkur að góðu!

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s