Gleðilegt ár – hér er eggjakaka

IMG_8076

Óvá…

Næstum liðið heilt ár frá síðustu bloggfærslu.

Mikið vatn runnið til sjávar og margt skemmtilegt gerst en svona er þetta bara stundum.

Líður pínu eins og þegar ég var lítil og gleymdi að skrifa í dagbókina mína í nokkra daga og skrifaði þá “Kæra dagbók. Afsakaðu hvað það er langt síðan ég hef skrifað síðast”. En allavega – eggjakaka. Já.

Það var þess vegna sem ég lenti hérna aftur.
Er reyndar búin að vera á leiðinni í smá tíma….og er nú hér!

Stundum eftir 10 tíma eldhústörn í vinnunni, er ekkert svakalega mikið eftir í aðra eldhústörn heima. Og stundum er gott að henda bara í einfalda eggjaköku.

Ef það eru til egg, er alltaf til matur.
Og ef það eru til afgangs soðnar kartöflur frá deginum áður, er hægt að fara að tala saman. Og laukur – hann er alltaf til. Frosnar strengjabaunir. Algjör snilld.

Uppskrift?
Um það bil svona:

2 laukar
ólífuolía sjávarsalt

1 rauð paprika

10 soðnar kartöflur (um það bil – glætan að ég hafi talið þær!)
slatti af frosnum strengjabaunum – svona 1 súpuskál eða svo (ný mælieining!)

6 egg
1 lítil dós kotasæla
50-100 ml mjólk
salt og hvítur pipar
oregano

1/2 kubbur fetaostur
2-3 msk pestó

Laukurinn skorinn í þunnar sneiðar og látinn malla á vægum hita á pönnu ásamt 1-2 msk af ólífuolíu og örlitlu sjávarsalti.
Á meðan er paprikan skorin í litla bita, kartöflurnar skrældar og skornar smátt og strengjabaunirnar skornar í smærri bita.

Paprikan sett á pönnuna í stutta stund ásamt lauknum.

Egg, kotasæla, mjólk og krydd sett í skál og þeytt saman.
Kartöflur, strengjabaunir, laukur og paprika sett saman við.

Eldfast fat smart með ólífuolíu og öll hellt þar í.
Fetaosturinn mulinn yfir og pestóinu slett aðeins yfir.

Inn í ofn í 45-50 mín við 180-190 gráður, eða þar til hún er gullin og hætt að hreyfast í miðjunni;)

Sósa…já…sósan…þarna í skálinni.

Einfaldasta í heimi.

Sýrður rjómi og pestó. Í nokkuð svipuðum hlutföllum.

Salat með. Maturinn á borðið.

Verði ykkur að góðu:)

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s