Eiginlega bara uppskrift af kartöflusalati….

IMG_8087

Bratwurst eru um það einu pylsur sem mér finnst góðar, þannig að einstaka sinnum
lenda nokkrar slíkar á pönnunni hjá mér. Það er hægt að fá ágætis pólskar pylsur frá fyrirtæki sem heitir Kjötpól víða og þær eru ekki troðfullar af uppfyllingarefnum og ógeði eins og margar aðrar tegundir eru.
Ég er samt ekki alveg sátt við áferðina, en hey…betra en margt annað.

Og fljótlegt. Og með nógu sinnepi og góðu kartöflusalati,
þá er hægt að hugsa sér margt verra þegar lítið er eftir af eldamennsku-kraftinum og enginn nennir í stórinnkaup.

Aldrei þessu vant voru ekki til súrar gúrkur hérna í skápnum hjá mér,
en það voru til rauðrófur.

Oft sýð ég þær sjálf og sletti smá hvítvínsediki og salti á þær, en ég á samt yfirleitt til krukku af góðum rauðrófum frá Biona til að grípa í á neyðarstundu.
Þær eru betri en aðrar tegundir sem ég fundið úti í búð.

Allavega! Hér kemur kartöflusalat kvöldsins!

IMG_8079

Kartöflurnar soðnar, skrældar og skornar í bita.
Blaðulaukurinn skorinn smátt og steinseljan söxuð.
Chillipiparinn skorinn smátt.
Öllu blandað saman.

1 kg kartöflur
1 dós sýrður rjómi
150-200 ml majónes
1 stór blaðlaukur
2-3 msk pestó
1 búnt steinselja
2-3 rautt chilli
sjávarsalt
hvítur pipar
1-2 msk hvitvínsedik

Verði ykkur að góðu!:)

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s