Öðruvísi harissa kjúlli og nú með tzatziki…

on

IMG_8518

Þessi varð til hér um daginn…og er að verða til núna aftur…

Velferðarleggir með harissa í þetta sinn. Allir heilu kjúklingarnir voru búnir og já…þessir leggir voru bara of djúsí að sjá til að sleppa þeim;)

Það var enn eftir í krukkunni síðan um daginn og í millitíðinni varð meira að segja til harissa-borgari sem festist ekki á filmu en ég get lofað ykkur að var góður.

Sem sé – makaði harissa maukinu góða á hamborgara og steikti.
Avókadó með og rauðlaukur. Einfalt og gott.

En að uppskriftinni! Ekki flókin frekar en vanalega, enda algjör óþarfi…

Blandaði saman harissa og rauðu pestói og ögn af arganolíu.
Sirka 4 tsk af harissa,
3 msk af rauðu pestói,
1 msk af olíu og 1/2 tsk af sjávarsalti.

Fyrir þá sem vilja hafa eitthvað til viðmiðunar:)

Síðan bara…maka á kjúklingaleggina og inn í ofn.

Og tzatziki með, því þetta er bragðmikið og gott að hafa eitthvað hressandi með.

Þetta var reyndar fljótlagað tzaziki og engin mynta til, en hún er svo sem ekki algjörlega nauðsynleg.

Hér er uppskrift af tzatziki sem ég henti inn fyrir nokkuð löngu, en svo sem algjör óþarfi að setja hana inn aftur!

Verði ykkur að góðu!:)

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s