Í þetta sinn var indverskur….

on

IMG_8590

Harissa maukið var búið og það vantaði eitthvað
sterkt, gott og fljótlegt til að hrekja burt kvefið!

Þetta var svo óundirbúið, að kjúklingurinn var eiginlega frosinn þegar hann fór inn í ofn en það kom ekki að sök.

Tók bara aðeins lengri tíma, en ekkert svo;)
Stundum nær maður ekki að hugsa mjög langt fram í tímann….

IMG_8579

Greip sem sé 4 kjúklingalæri úr frystinum um sexleytið, gafst upp á að horfa á þau þiðna um sjöleytið og hófst handa.

Makaði á þau madras – karrí – mauki sem ég átti hér í ísskápnum, sullaði passata tómatasósu yfir og inn í ofn.
Og miklu karrí – mauki. Alveg 3-4 matskeiðum ef ekki meira.
Vildi hafa þetta dálítið sterkt og það tókst.

Með voru hrísgrjón og mangóchutney.

Kvöldið áður hafði alls kyns gott grænmeti lent á pönnunni og afgangurinn passaði vel með.

Og ristaðar möndlur sem ég átti til hérna. Það er mjög gott að eiga ristaðar möndlur til að fleygja yfir rétti.

Rauðlaukur, paprika og sveppir, rauður og grænn chillipipar, smá hvítlaukur og síðan steinselja yfir allt.

IMG_8522

Verði ykkur að góðu!:)

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s