Það er nokkuð einfalt að henda kjúkling í ofn og jafn einfalt að henda tveim slíkum saman. Þá verða þeir ekki eins einmana í ofninum og já…það verður afgangur til næsta dags og vel það. Það er nefnilega ekki alltaf tími til að standa i eldhúsinu og malla;)Alls kyns gott grænmeti – kúrbítur, eggaldin, paprikur og laukur í þetta sinn. Hent í ofninn á sama tíma og kjúklingunum. Smá ólífuolía og sjávarsalt og allt látið malla vel og lengi. Ferskur basil yfir allt þegar kemur úr ofni og málið er dautt.
Einfaldasta sósa í heimi sem passar vel með þessu sem og mörgu öðru. Sýrður rjómi og pestó. Nokkurn veginn í svipuðum hlutföllum en þarf samt ekki að vera. 1 dós sýrður rjómi og ein krukka pestó. Tilbúið!
Á morgun getur svo afgangurinn lent í tortillu ef vill eða ofaná góðu salati. Eða bara bæði.
Verði ykkur að góðu!:)