Letilegt grænmetislasagna

on

EggaldinlasagnaHugsanlega letilegasta lasagna í heimi. Og óskaplega fátt til í ísskápnum – en þá er oft skemmtilegast að elda. Ég held alveg algjörlega að það sé búðarferði á döfinni á næstunni en þetta varð niðurstaðan í kvöld!

Reyndar var indverska tómatsúpan sem ég greip með úr vinnunni og er í miklu uppáhaldi hér á heimilinu í forrétt og engin plön svo sem um að elda….en allt í einu langaði mig í lasagna þar sem ég vissi af þessu góða grænmeti í ískápnum;)IMG_0251

IMG_0182

Um það bil sama blanda af grænmeti og var hér um daginn – eggaldin, kúrbítur, paprikur og laukur. Þetta lenti saman í ofni með smá ólífuolíu og sjávarsalti og mallaði þar í tæpan klukktíma. Síðan datt dós af arrabiata sósu í fatið, smá oregano, smá sætt paprikukrydd og síðan var hrært. Og til að spara uppvaskið enn frekar (það er alltaf kostur) var sama fatið og grænmetið var bakað í notað.

Helmingurinn af “gumsinu” lenti í skál meðan þessu var raðað saman.

Smá “gums”, lag af lasagna-plötum, meira gums,fleiri lasagnaplötur og loks ofaná allt saman mjög furðuleg sósa sem samanstóð af einni dós af sýrðum rjóma, smá slettu af mjólk og smá slettu af pestó. Parmesan yfir og oregano og aftur inn í ofn.

Það er fullt af góðum uppskriftum af grænmetislasagna á síðunni og hér bætist ein í safnið. Eldavélin er líka í einhverju ólagi þessa dagana, þannig að ofninn er mikið notaður! Fer alveg að komast í að láta kíkja á það en sem betur fer er ýmislegt hægt að malla án þess að allar hellur virki.

Verði ykkur að góðu!

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s