Kús-kúsið sem lenti í ofninum

Kús-kúsið í kvöld var með því betra sem ég hef hent í – kús-kús-lega séð. Það er nefnilega smá “helluvandamál” hérna sem þarf að laga, þannig að nokkurn veginn allt sem ég elda þessa dagana gerist í ofni. Sem betur fer eru tveir ofnar, þannig að það varð eitt og annað til. “Helluvandamálið” verður lagað við tækifæri…löng saga…lítill tími…en að uppskriftinni!IMG_0310

Setti 500 gr af kús-kúsi í fat og sauð vatn – um það 5-700 ml.  Á meðan setti ég ólífuolíu (svona 2-3 msk) og sjávarsalt á þurrt kús-kúsið og nuddaði saman við.Muldi einn grænmetistening útí, hellti því næst vatninu yfir og skellti lokinu á fatið.

IMG_0270Eldamennskan hófst reyndar á grænmetinu eins og svo oft. Í þetta sinn voru engar paprikur og engir tómatar, heldur lenti kúrbítur kvöldins með rauðlauk, sveppum og grænum chillipipar í fatinu. Sletta af ólífuolíu, dass af sjávarsalti og inn í ofn. Um það bil klukkutími við 190-200 gráður að vanda!

IMG_0277

Á meðan grænmetið mallaði í efri ofninum fannst mér tilvalið að skella nokkrum möndlum í þann neðri. Og af því ég gat ekki ákveðið hvernig möndlur ég vildi, gerði ég tvær gerðir. Annars vegar setti ég ólífuolíuslettu og sjávarsalt í annað fatið og smá sætt paprikuduft, ólífuolíu, sjávarsalt og kanil í hitt fatið. Þetta mallaði við sirka…120 gráður í nokkra stund (15 mínútur eða svo..tók ekki alveg tímann en fylgdist vel með þeim og hrærði í fötunum við og við) og var tilbúið á nokkurn veginn sama tíma og grænmetið í efri ofninum. Sem hentaði mjög vel því þá var kominn tími á þorskinn og eins því að klára kús kúsið.

IMG_0318

Notaði sama fat og ég notaði undir grænmetið (það er takmarkað hversu mörg elföst mót maður nennir að eiga og svo er alltaf ágætt að spara uppvaskið!). Smá sletta af ólífuolíu, safi úr einni sítrónu, smá sjávarsalt, sætt paprikuduft og vænar klípur af smjöri yfir allt. Og inn í ofn við um það bil 220 gráður þar til tilbúið. Nei…enn og aftur tók ég ekki tímann, en við skulum segja 15-20 mínútur.

Kús-kúsið fór þá inn í neðri ofninn ásamt nokkrum smjörklípum og fékk að klára að gerast þar. Eða því næst. Sirka 120 gráður og 10 mínútur? Ekki meira allavega. Þegar það kom út – alveg ótrúlega létt og “flöffí” þá skellti ég um 2 tsk af hvoru um sig…

IMG_0320

Gulu pestói og rauðu pestói. Næli mér stundum í þetta í Frú Laugu og get 100% mælt með því hvort heldur það er eitt og sér ofan á kexi eða brauði, eða þá í öðru samhengi eins og hér. 

Hluti af ristuðu möndlunum datt svo ofaná grænmetið og kús-kúsið eins og sjá má á fyrstu mynd og restin af fór hér í krukkur til síðari nota. Það er ótrúlega handhægt og gott að eiga til ristaðar möndlur í krukku til að saxa ofaná salat og aðra góða rétti. Möndlurnar fékk ég líka í Frú Laugu (nei…þetta er ekki auglýsing..en það finnst margt góðgæti þar!).

En allavega!

Nú bíður fatið eftir því að ég taki aðeins á því með stálull, tebollinn minn er tómur og tími til að snúa sér að öðrum verkefnum!

Verði ykkur að góðu!:)

 

 

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s